Sumarhýran dugir til vors 28. júlí 2004 00:01 "Ég næ oftast að safna mér góðum pening á sumrin og yfirleitt á ég afgang á vorin. Þó er ég dugleg að kaupa mér föt, fara í bíó og gera það sem mig langar til. Ég hef bara haft það góð laun á sumrin og síðan fæ ég dreifbýlisstyrk tvisvar á ári," segir Kristín Lilja Friðriksdóttir, 19 ára nemi við Kvennaskólann í Reykjavík. Hún kemur frá Grundarfirði og hefur þess vegna þurft að vera dugleg að vinna á sumrin til að geta séð fyrir sér á veturna hér í höfuðborginni. Hún segist þó hafa fengið góða fjárhagslega aðstoð frá foreldrum sínum en þau búa í Grundarfirði. "Fyrstu tvo veturna bjó ég hjá ömmu minni. Þá fékk ég oftast í kringum fimm þúsund krónur á viku í vasapening sem ég lét duga og var það ekkert mál. Núna bý ég með kærastanum mínum í íbúð sem hann og foreldrar mínir eiga og þarf ég því ekki að borga neina leigu sem munar auðvitað mikið um. Ég þarf samt sem áður að borga fæði, símareikninga og annað sem týnist til," segir hún. Tvö síðustu sumur vann Kristín Lilja í frystihúsi í Grundarfirði en í sumar vinnur hún á Hlölla bátum upp á Höfða og líkar vel. "Ég vann þar einmitt í vetur með skólanum aðra hverja helgi en það var líka í fyrsta skipti sem ég gerði það. Það gekk bara vel og bitnaði vinnan ekkert á náminu," segir hún. Kristín Lilja segist þekkja nokkra sem hafa þurft að safna sér pening á sumrin til að eiga fyrir skólagöngu á veturna. "Ein vinkona mín hefur verið í skóla á Akranesi og þurft að leigja íbúð þar. Hún þarf að vera mjög dugleg á sumrin að vinna sér inn pening því það er auðvitað dýrt að þurfa að leigja og halda sér uppi að öllu leyti. Þetta gengur upp ef krakkar fara vel með peningana sína og eyða þeim ekki í óþarfa vitleysu," segir Kristín Lilja. halldora@frettabladid.is Fjármál Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
"Ég næ oftast að safna mér góðum pening á sumrin og yfirleitt á ég afgang á vorin. Þó er ég dugleg að kaupa mér föt, fara í bíó og gera það sem mig langar til. Ég hef bara haft það góð laun á sumrin og síðan fæ ég dreifbýlisstyrk tvisvar á ári," segir Kristín Lilja Friðriksdóttir, 19 ára nemi við Kvennaskólann í Reykjavík. Hún kemur frá Grundarfirði og hefur þess vegna þurft að vera dugleg að vinna á sumrin til að geta séð fyrir sér á veturna hér í höfuðborginni. Hún segist þó hafa fengið góða fjárhagslega aðstoð frá foreldrum sínum en þau búa í Grundarfirði. "Fyrstu tvo veturna bjó ég hjá ömmu minni. Þá fékk ég oftast í kringum fimm þúsund krónur á viku í vasapening sem ég lét duga og var það ekkert mál. Núna bý ég með kærastanum mínum í íbúð sem hann og foreldrar mínir eiga og þarf ég því ekki að borga neina leigu sem munar auðvitað mikið um. Ég þarf samt sem áður að borga fæði, símareikninga og annað sem týnist til," segir hún. Tvö síðustu sumur vann Kristín Lilja í frystihúsi í Grundarfirði en í sumar vinnur hún á Hlölla bátum upp á Höfða og líkar vel. "Ég vann þar einmitt í vetur með skólanum aðra hverja helgi en það var líka í fyrsta skipti sem ég gerði það. Það gekk bara vel og bitnaði vinnan ekkert á náminu," segir hún. Kristín Lilja segist þekkja nokkra sem hafa þurft að safna sér pening á sumrin til að eiga fyrir skólagöngu á veturna. "Ein vinkona mín hefur verið í skóla á Akranesi og þurft að leigja íbúð þar. Hún þarf að vera mjög dugleg á sumrin að vinna sér inn pening því það er auðvitað dýrt að þurfa að leigja og halda sér uppi að öllu leyti. Þetta gengur upp ef krakkar fara vel með peningana sína og eyða þeim ekki í óþarfa vitleysu," segir Kristín Lilja. halldora@frettabladid.is
Fjármál Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira