Embættismenn firra sig ábyrgð 20. október 2004 00:01 Það er ekki rétt að kalla það mistök þegar Gullhamrar ehf., eigendur verslunarhúsnæðisins við Þjóðhildarstíg í Grafarholti, fengu verslunarleyfi að sögn Salvarar Jónsdóttur, sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur. Nóatún leigir nú húsnæðið og rekur verslun á staðnum. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður skipulags- og byggingarsviðs, sagði í Fréttablaðinu í gær að leyfið hafi verið veitt vegna mistaka embættismanna borgarinnar við gerð aðalskipulagsins. Salvör segir að leyfið hafi verið veitt á grundvelli þágildandi aðalskipulags sem hafi heimilað slíkan rekstur. "Kjarni málsins er að aðalskipulagið sem samþykkt var kvað ekki nægilega skýrt á um að óheimilt væri að reka þarna matvöruverslun," segir Salvör. "Skipulagið var síðan samþykkt af pólitíkusum enda geta þeir einir samþykkt það." Aðspurð hvort stjórnmálamenn hafi gert mistök segir Salvör: "Það er spurning hvernig menn vilja túlka það. Mér finnst að það hefði mátt vanda vinnubrögðin betur." Salvör segir að aðalskipulaginu hafi síðar verið breytt. Samkvæmt núgildandi aðalskipulagi megi einungis opna matvöruverslun við Kirkjustétt, efst uppi á holtinu, þar sem verslunarkjarni hverfisins sé. Hún segir að þrátt fyrir að Nóatún reki nú verslun við rætur holtsins verði öðrum matvöruverslunum ekki veitt leyfi til þess. Með því væri verið að ganga gegn breyttu aðalskipulagi sem banni slíkan rekstur annars staðar en við Kirkjustétt. Aðspurð hvort borgin sé ekki að brjóta jafnræðisregluna með þessu segist hún ekki telja svo vera. Lúðvík Th. Halldórsson, eigandi Gullhamra, segir að ekki verði séð að embættismenn borgarinnar hafi gert nein mistök þessu máli. Ef einhver hafi gert mistök sé það Steinunn Valdís. Hún sem formaður skipulags- og byggingarnefndar hafi barist gegn því að veita leyfið. Borgarstjórn hafði síðan séð hverslags lögleysa það væri og samþykkt að veita það. Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Sjá meira
Það er ekki rétt að kalla það mistök þegar Gullhamrar ehf., eigendur verslunarhúsnæðisins við Þjóðhildarstíg í Grafarholti, fengu verslunarleyfi að sögn Salvarar Jónsdóttur, sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur. Nóatún leigir nú húsnæðið og rekur verslun á staðnum. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður skipulags- og byggingarsviðs, sagði í Fréttablaðinu í gær að leyfið hafi verið veitt vegna mistaka embættismanna borgarinnar við gerð aðalskipulagsins. Salvör segir að leyfið hafi verið veitt á grundvelli þágildandi aðalskipulags sem hafi heimilað slíkan rekstur. "Kjarni málsins er að aðalskipulagið sem samþykkt var kvað ekki nægilega skýrt á um að óheimilt væri að reka þarna matvöruverslun," segir Salvör. "Skipulagið var síðan samþykkt af pólitíkusum enda geta þeir einir samþykkt það." Aðspurð hvort stjórnmálamenn hafi gert mistök segir Salvör: "Það er spurning hvernig menn vilja túlka það. Mér finnst að það hefði mátt vanda vinnubrögðin betur." Salvör segir að aðalskipulaginu hafi síðar verið breytt. Samkvæmt núgildandi aðalskipulagi megi einungis opna matvöruverslun við Kirkjustétt, efst uppi á holtinu, þar sem verslunarkjarni hverfisins sé. Hún segir að þrátt fyrir að Nóatún reki nú verslun við rætur holtsins verði öðrum matvöruverslunum ekki veitt leyfi til þess. Með því væri verið að ganga gegn breyttu aðalskipulagi sem banni slíkan rekstur annars staðar en við Kirkjustétt. Aðspurð hvort borgin sé ekki að brjóta jafnræðisregluna með þessu segist hún ekki telja svo vera. Lúðvík Th. Halldórsson, eigandi Gullhamra, segir að ekki verði séð að embættismenn borgarinnar hafi gert nein mistök þessu máli. Ef einhver hafi gert mistök sé það Steinunn Valdís. Hún sem formaður skipulags- og byggingarnefndar hafi barist gegn því að veita leyfið. Borgarstjórn hafði síðan séð hverslags lögleysa það væri og samþykkt að veita það.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Sjá meira