Erlent

Sýknaður af bruðli

Jacques Chirac Frakklandsforseti, var í dag sýknaður af ákæru um að hafa bruðlað með almannafé þegar hann var borgarstjóri Parísar á árunum 1988 til 1995. Matarreikningar Chirac á tímabilinu voru að meðatali um 600 Evrur á dag, eða sem nemur rúmum 50 þúsund krónum. Alls borgaði Chirac kokki sínum rúmlega 130 milljónir króna á 7 ára tímabili. Það var núverandi borgarstjóri sem vakti athygli á málinu, þegar hann komst yfir reikninga úr borgarstjóratíð Chiracs, en þar sem Chirac nýtur friðhelgi vegna stöðu sinnar í dag, var málið látið niður falla. Chirac hefur jafnan neitað að tjá sig um málið þegar gegnið hefur verið á hann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×