Hluthöfum býðst skjótfenginn gróði 27. júlí 2004 00:01 Skjótfenginn og fyrirhafnarlaus gróði býðst þeim hluthöfum KB banka sem nýta sér forkaupsrétt í hlutafjárútboði bankans á morgun sem að líkindum er stærsta hlutafjárútboð Íslandssögunnar. Boðnir verða út 40 milljarðar króna og eiga allir hluthafar forkaupsrétt úr þeirri upphæð í hlutfallslegu samræmi við hlutafjáreign þeirra í bankanum núna. Hver hlutur býðst á 360 krónur, en kauptilboð í bréf bankans í morgun voru upp á 420 krónur, þannig að forkaupsrétthafar fá hvern hlut á 60 króna undirverði. Þannig getur maður, sem á hlutabréf í bankanum upp á tíu milljónir króna að markaðsverði, átt rétt á að kaupa bréf fyrir tvær og hálfa milljón í viðbót á þessum kjörum. Þau bréf getur hann selt strax með rúmlega 400 þúsund króna hagnaði, m.a.s. án þess að leggja fyrst út eina krónu því hann þarf ekki að greiða bankanum viðbótina fyrr en 20. ágúst, eða eftir að hann hefur selt þau aftur með hagnaði. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hjá verðbréfafyrirtækjum ætla þau undantekningarlaust að nýta forkaupsréttinn fyrir hönd þeirra sem þau annast eignastýringu fyrir og miðlarar búast við að svo til allir muni nýta sér forkaupsréttinn. Einnig er búist við að langflestir ætli að eiga viðbótina áfram því nú séu miklar vonir bundnar við vöxt bankans, sérstaklega vegna væntinga um að hann eignist meirihluta í breska bankanum Singer og Freelander sem KB banki á nú þegar liðlega tuttugu prósent í. Heimild til viðbótarhlutafjárútboðs upp á 40 milljarða í viðbót er m.a. sögð tengjast þeim hugmyndum. Loks má nefna að Svíar hafa tekið KB banka í sátt á sænska markaðinum eftir talsverða tortryggni framan af. KB banki hefur nýverið verið skráður á Atract 40-listann þar í landi yfir vænlegustu fjárfestingarkostina. Það er ekki út í hött því gengi á bréfum KB banka í Kauphöllinni í Svíðþjóð hafa hækkað langmest þarlendra bréfa frá áramótum eða um 103 prósent. Næst á eftir kemur Ericsson með 59 prósenta hækkun. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Skjótfenginn og fyrirhafnarlaus gróði býðst þeim hluthöfum KB banka sem nýta sér forkaupsrétt í hlutafjárútboði bankans á morgun sem að líkindum er stærsta hlutafjárútboð Íslandssögunnar. Boðnir verða út 40 milljarðar króna og eiga allir hluthafar forkaupsrétt úr þeirri upphæð í hlutfallslegu samræmi við hlutafjáreign þeirra í bankanum núna. Hver hlutur býðst á 360 krónur, en kauptilboð í bréf bankans í morgun voru upp á 420 krónur, þannig að forkaupsrétthafar fá hvern hlut á 60 króna undirverði. Þannig getur maður, sem á hlutabréf í bankanum upp á tíu milljónir króna að markaðsverði, átt rétt á að kaupa bréf fyrir tvær og hálfa milljón í viðbót á þessum kjörum. Þau bréf getur hann selt strax með rúmlega 400 þúsund króna hagnaði, m.a.s. án þess að leggja fyrst út eina krónu því hann þarf ekki að greiða bankanum viðbótina fyrr en 20. ágúst, eða eftir að hann hefur selt þau aftur með hagnaði. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hjá verðbréfafyrirtækjum ætla þau undantekningarlaust að nýta forkaupsréttinn fyrir hönd þeirra sem þau annast eignastýringu fyrir og miðlarar búast við að svo til allir muni nýta sér forkaupsréttinn. Einnig er búist við að langflestir ætli að eiga viðbótina áfram því nú séu miklar vonir bundnar við vöxt bankans, sérstaklega vegna væntinga um að hann eignist meirihluta í breska bankanum Singer og Freelander sem KB banki á nú þegar liðlega tuttugu prósent í. Heimild til viðbótarhlutafjárútboðs upp á 40 milljarða í viðbót er m.a. sögð tengjast þeim hugmyndum. Loks má nefna að Svíar hafa tekið KB banka í sátt á sænska markaðinum eftir talsverða tortryggni framan af. KB banki hefur nýverið verið skráður á Atract 40-listann þar í landi yfir vænlegustu fjárfestingarkostina. Það er ekki út í hött því gengi á bréfum KB banka í Kauphöllinni í Svíðþjóð hafa hækkað langmest þarlendra bréfa frá áramótum eða um 103 prósent. Næst á eftir kemur Ericsson með 59 prósenta hækkun.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira