Leitað logandi ljósi að leiðtoga 20. júní 2004 00:01 Leiðtogar Evrópusambandsríkja leita nú logandi ljósi að frambjóðanda, sem gæti tekið við af Romano Prodi í forsæti framkvæmdastjórnar ESB. Tveir Norðurlandabúar eru taldir koma til greina í embættið. Á sama tíma og leiðtogar Evrópusambandsríkja fögnuðu samkomulagi um fyrstu stjórnarskrá sambandsins, kraumaði undir niðri ósætti um hið mikilvæga mál hver leysi Romano Prodi af sem forseti framkvæmdastjórnarinnar til næstu fimm ára. Staðan er gífurlega mikilvæg og er ljóst að framundan eru mikil hrossakaup um hver hreppi hnossið. Á leiðtogafundinum í Brussel voru reyndar tveir frambjóðendur um hituna en þeir gáfust báðir upp vegna andstöðu ýmissa ríkja. Bretar buðu fram Chris Patten, utanríkisstjóra ESB, en Frakkar töldu skilyrði að fyrir valinu yrði einhver frá „hinum rótgrónari“ ESB ríkjum sem væri auk þess aðili að evrunni og Schengen. Þetta mæltist illa fyrir hjá hinum tíu ríkjum sem standa þar fyrir utan, en Patten ákvað samt að draga sig í hlé. Frakkar og Þjóðverjar studdu sameiginlega Guy Verhofstadt, forsætisráðherra Belgíu, en sú var tíðin að Frakkar og Þjóðverjar - hin svokallaða fransk-þýska evrópueimreið - réðu máli sem þessu. Tony Blair segir að þetta sé liðin tíð og þjóðirnar verði að venjast því að þarna sé 25 þjóða ríkjasamband, en ekki aðeins sex, og enn síður aðeins tveggja ríkja samband. Þar með var Verhofstadt líka úr leik. Og þá hefst leitin að nýju. Í gær sagði Javier Solana, yfirmaður utanríkismála ESB, að hann myndi varla hafna því, ef til hans yrði leitað. Franska blaðið Le Monde telur þrjá menn helst koma til greina: Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar og Jean-Luc Dehaene, fyrrverandi forsætisráðherra Belgíu, sem eru vafalaust af Bretum taldir of hallir undir Evrópusamrunann. Sá þriðji er Portúgalinn Antonio Vitorino, dómsmálastjóri ESB. Hann er hinsvegar sósíalisti sem standa höllum fæti í sambandinu um þessar mundir. Þá er horft norður og koma þar tveir til greina: Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Dana, en hans vandi er að Danir eru ekki aðilar að evrunni, og svo Paavo Lipponen, fyrrverandi forsætisráðherra Finna, sem reyndar er enn einn jafnaðarmaðurinn. Hvað sem verður er ljóst að símalínur glóa á milli leiðtoga Evrópusambandsríkjanna næstu daga, enda kominn tími til að finna hinn rétta og skála að nýju í Brussel. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Leiðtogar Evrópusambandsríkja leita nú logandi ljósi að frambjóðanda, sem gæti tekið við af Romano Prodi í forsæti framkvæmdastjórnar ESB. Tveir Norðurlandabúar eru taldir koma til greina í embættið. Á sama tíma og leiðtogar Evrópusambandsríkja fögnuðu samkomulagi um fyrstu stjórnarskrá sambandsins, kraumaði undir niðri ósætti um hið mikilvæga mál hver leysi Romano Prodi af sem forseti framkvæmdastjórnarinnar til næstu fimm ára. Staðan er gífurlega mikilvæg og er ljóst að framundan eru mikil hrossakaup um hver hreppi hnossið. Á leiðtogafundinum í Brussel voru reyndar tveir frambjóðendur um hituna en þeir gáfust báðir upp vegna andstöðu ýmissa ríkja. Bretar buðu fram Chris Patten, utanríkisstjóra ESB, en Frakkar töldu skilyrði að fyrir valinu yrði einhver frá „hinum rótgrónari“ ESB ríkjum sem væri auk þess aðili að evrunni og Schengen. Þetta mæltist illa fyrir hjá hinum tíu ríkjum sem standa þar fyrir utan, en Patten ákvað samt að draga sig í hlé. Frakkar og Þjóðverjar studdu sameiginlega Guy Verhofstadt, forsætisráðherra Belgíu, en sú var tíðin að Frakkar og Þjóðverjar - hin svokallaða fransk-þýska evrópueimreið - réðu máli sem þessu. Tony Blair segir að þetta sé liðin tíð og þjóðirnar verði að venjast því að þarna sé 25 þjóða ríkjasamband, en ekki aðeins sex, og enn síður aðeins tveggja ríkja samband. Þar með var Verhofstadt líka úr leik. Og þá hefst leitin að nýju. Í gær sagði Javier Solana, yfirmaður utanríkismála ESB, að hann myndi varla hafna því, ef til hans yrði leitað. Franska blaðið Le Monde telur þrjá menn helst koma til greina: Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar og Jean-Luc Dehaene, fyrrverandi forsætisráðherra Belgíu, sem eru vafalaust af Bretum taldir of hallir undir Evrópusamrunann. Sá þriðji er Portúgalinn Antonio Vitorino, dómsmálastjóri ESB. Hann er hinsvegar sósíalisti sem standa höllum fæti í sambandinu um þessar mundir. Þá er horft norður og koma þar tveir til greina: Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Dana, en hans vandi er að Danir eru ekki aðilar að evrunni, og svo Paavo Lipponen, fyrrverandi forsætisráðherra Finna, sem reyndar er enn einn jafnaðarmaðurinn. Hvað sem verður er ljóst að símalínur glóa á milli leiðtoga Evrópusambandsríkjanna næstu daga, enda kominn tími til að finna hinn rétta og skála að nýju í Brussel.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira