Erlent

Gasleki á norskum olíuborpalli

Hátt í tvöhundruð starfsmenn á norska olíuborpallinum Snorra-A í Norðursjó voru fluttir í land í gærkvöldi og í nótt vegna gasleka undir pallinum. Olíuframleiðslu hefur verið hætt tímabundið á pallinum en þrjátíu og sex menn eru enn um borð og vinna hörðum höndum við að ná tökum á gaslekanum. Gasið streymir upp úr hafsbotninum og hefur veikt eina undirstöðu pallsins, án þess að hann sé talinn í bráðri hættu. Þyrlur og skip eru þó til taks ef björgunarmennirnir þurfa að yfirgefa hann í skyndingu. Borpallurinn er skammt norðvestur af Björgvin og dælir venjulega um 130 þúsund tunnum af olíu úr iðrum jarðar á sólarhring.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×