Erlent

Samþykkir nýjar kosningar

Viktor Janúkovítsj, forsætisráðherra Úkraínu, segist munu samþykkja nýjar forsetakosningar ef sýnt þyki að brögðum hafi verið beitt. Ástandið í Úkraínu er vægast sagt eldfimt þessa dagana og það var ekki á það bætandi þegar Leonid Kútsma, fráfarandi forseti Úkraínu, lýsti því yfir í dag að efnahagskerfi landsins kynni að hrynja á næstu dögum vegna ástandsins. Kútsma sagði að færi svo yrði hvorki hægt að kenna sér né ríkisstjórn sinni um það, enda væri starfsumhverfi ríkisstjórnarinnar óboðlegt þessa dagana.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×