Erlent

140 námumenn taldir af

Líklegt er talið að 140 námamenn sem sitja fastir inni í kolanámu í Norður-Kína séu allir látnir. Gríðarleg gassprenging varð í námunni í gær þar sem 300 manns unnu. Eitrað gas og reykur hefur hamlað björgunarstörfum og hafa björgunarmenn lagt mesta áherslu á að koma loftræstingu í gang. Alls hafa rúmlega fjögur þúsund kolanámumenn látið lífið við störf í Kína það sem af er árinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×