Erlent

Mús rændi úr búðarkassa

Verslunareigandi í Villach í Austurríki botnaði hvorki upp né niður í því þegar seðlar fóru að hverfa úr búðarkassanum hans. Hann brá því á það ráð að beina öryggismyndavél að búðarkassanum og komst þá að raun um hver þjófurinn var, nefnilega mús sem hafði komið sér fyrir í búðinni. Músin hnuplaði seðlunum úr búðarkassanum og notaði þá til að útbúa sér hreiður. Sú hreiðurgerð kostaði búðareigandann um það bil tíu þúsund krónur áður en upp komst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×