Erlent

Hryðjuverkin í Madrid

Eduardo Zaplana, fyrrverandi talsmaður ríkisstjórnar Spánar, heldur því fram að hryðjuverkárásunum í Madríd þann 11. mars á þessu ári hafi verið stýrt af erlendum aðila í von um að koma forsætisráðherranum, Jose Maria Aznar, frá völdum. Zaplana vildi þó ekki tjá sig um hver hann héldi að bæri ábyrgð á árásunum. Nefnd á vegum ríkisstjórnarinnar rannsakar nú tildrög árásanna og tekur viðtal við Aznar 29. nóvember og núverandi forsætisráðherra, Jose Luis Rodriguez Zapatero, þann 13. desember.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×