Erlent

Kúrdar drepnir

Tyrkneskir hermenn drápu tvo Kúrda sem réðust að herstöð í suðausturhluta Tyrklands í gær. Kúrdarnir skutu úr sjálfvirkum rifflum á hermennina en féllu þegar þeir svöruðu fyrir sig, samkvæmt heimildum hersins. Uppreisnarmenn Kúrda hafa barist fyrir sjálfstæði frá árinu 1984 í suðausturhlutanum, um 900 kílómetra frá Ankara, höfuðborg Tyrklands. Um 37 þúsund manns hafa týnt lífi í uppreisnunum. Frá júní hafa átökin harðnað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×