Erlent

Kindur mótmæla

Um það bil 1200 kindur ráfuðu um götur Madrídar í gær, 21. nóvember, til að vekja athygli á kröfu um verndun á árstíðabundnum flutningi búpenings milli beitilanda á láglendi og hálendi, en það er aldagömul hefð á Spáni. Með kindunum fylgdu auðvitað fjárhirðar og um tólf hundar en fylkingin marseraði til ráðhússins eftir að hafa gengið þvert á mikilvægustu samgönguleiðir í höfuðborginni. Kindaræktunarmenn vilja viðhalda 125.000 kílómetra löngum slóðum á milli beitilanda á láglendi og hálendi sem eru notaðar af hundruðum þúsunda kinda tvisvar sinnum á ári. Skipuleggjanda mótmælanna, Jesus Garzon, finnst leitt að í mörgum hlutum Spánar séu lög frá árinu 1995 til að varðveita þessa slóða en ekki farið eftir þeim.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×