Hlaupið kom gosinu af stað 2. nóvember 2004 00:01 Skeiðarárhlaupið virðist hafa komið gosinu af stað sem er þá í fyrsta sinn í 70 ár sem það gerist. Öskufalls vegna gossins í Grímsvötnum hefur orðið vart á Austurlandi, meðal annars á Möðrudal á Fjöllum. Yfirdýralæknir hefur ráðlagt bændum, og þá sérstaklega á austanverðu landinu, að taka fé sitt á hús svo það skaðist ekki af ösku en það getur fengið flúoreitrun af öskunni. Eldgosið sem hófst í Grímsvötnum í gærkvöldi er sunnar og vestar en hefðbundnar gosstöðvar og er íshellan þar mun þykkari. Því verður meiri bráðnun en í venjulegu Grímsvatnagosi og er þegar farið að magnast hlaupið ofan til í Skeiðará. Sama er að segja um Gígjukvísl og fleiri ár. Gosið virtist í fyrstu vera talsvert öflugra en síðasta gos árið 1998 því gosstrókurinn núna náði 13 kílómetra hæð í nótt samkvæmt ratsjá Veðurstofunnar en hann náði hæst um það bil tíu kílómetra hæð fyrir sex árum. Vegna þessa var allri þotuumferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu í nótt beint suður fyrir landið og er svo enn. Magnús Tumi Guðmundsson jarðvísindamaður segir gosstöðvarnar fimm kílómetrum vestar en gosstöðvarnar voru í gosunum 1998 og 1934. Hann segir þetta ekkert stórgos en það hefur þó brætt töluverða geil í suðvesturhorni jökulsins og það vatn fer niður í Grímsvötn og bætir í hlaupið sem var í gangi í Skeiðará. Talið er að Skeiðarárhlaupið hafi létt svo á fargi yfir gosstöðvunum að gosefni hafi átt greiðan aðgang upp úr jarðskorpunni þannig að hlaupið hafi komið gosinu af stað. Það er þá í fyrsta sinn í 70 ár sem atburðarrásin er þannig en einmitt það gæti dregið úr krafti hlaupsins í Skeiðará því rennslið hefur nú á lengri tíma þótt bráðnunin verði að líkindum meiri nú en áður. Veginum yfir Skeiðarársand var lokað til öryggis á miðnætti en hefur nú verið opnaður aftur. Grannt er fylgst með rennsli í ánni og verður veginum lokað aftur ef hlaupið vex umtalvert. Vegna hugsanlegra gosefna í lofti hefur Flugfélag Íslands slegið flugi til Egilsstaða, Þórshafnar og Vopnafjarðar á frest en flogið er með Austfjarðafarþega á milli Reykjavíkur og Akureyrar og svo ekið að austan til Akureyrar eða til baka. Mikil og stöðug skjálftavirkni hófst um áttaleytið í gærkvöldi en hjaðnaði svo rétt fyrir tíu sem gefur til kynna að þá hafi eldgosið náð upp úr íshellunni. Slæmt skyggni hefur verið á vettvangi í nótt en eldglæringar sáust frá Egilsstöðum og Kárahnjúkum í nótt. Eldgos og jarðhræringar Fréttir Innlent Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Skeiðarárhlaupið virðist hafa komið gosinu af stað sem er þá í fyrsta sinn í 70 ár sem það gerist. Öskufalls vegna gossins í Grímsvötnum hefur orðið vart á Austurlandi, meðal annars á Möðrudal á Fjöllum. Yfirdýralæknir hefur ráðlagt bændum, og þá sérstaklega á austanverðu landinu, að taka fé sitt á hús svo það skaðist ekki af ösku en það getur fengið flúoreitrun af öskunni. Eldgosið sem hófst í Grímsvötnum í gærkvöldi er sunnar og vestar en hefðbundnar gosstöðvar og er íshellan þar mun þykkari. Því verður meiri bráðnun en í venjulegu Grímsvatnagosi og er þegar farið að magnast hlaupið ofan til í Skeiðará. Sama er að segja um Gígjukvísl og fleiri ár. Gosið virtist í fyrstu vera talsvert öflugra en síðasta gos árið 1998 því gosstrókurinn núna náði 13 kílómetra hæð í nótt samkvæmt ratsjá Veðurstofunnar en hann náði hæst um það bil tíu kílómetra hæð fyrir sex árum. Vegna þessa var allri þotuumferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu í nótt beint suður fyrir landið og er svo enn. Magnús Tumi Guðmundsson jarðvísindamaður segir gosstöðvarnar fimm kílómetrum vestar en gosstöðvarnar voru í gosunum 1998 og 1934. Hann segir þetta ekkert stórgos en það hefur þó brætt töluverða geil í suðvesturhorni jökulsins og það vatn fer niður í Grímsvötn og bætir í hlaupið sem var í gangi í Skeiðará. Talið er að Skeiðarárhlaupið hafi létt svo á fargi yfir gosstöðvunum að gosefni hafi átt greiðan aðgang upp úr jarðskorpunni þannig að hlaupið hafi komið gosinu af stað. Það er þá í fyrsta sinn í 70 ár sem atburðarrásin er þannig en einmitt það gæti dregið úr krafti hlaupsins í Skeiðará því rennslið hefur nú á lengri tíma þótt bráðnunin verði að líkindum meiri nú en áður. Veginum yfir Skeiðarársand var lokað til öryggis á miðnætti en hefur nú verið opnaður aftur. Grannt er fylgst með rennsli í ánni og verður veginum lokað aftur ef hlaupið vex umtalvert. Vegna hugsanlegra gosefna í lofti hefur Flugfélag Íslands slegið flugi til Egilsstaða, Þórshafnar og Vopnafjarðar á frest en flogið er með Austfjarðafarþega á milli Reykjavíkur og Akureyrar og svo ekið að austan til Akureyrar eða til baka. Mikil og stöðug skjálftavirkni hófst um áttaleytið í gærkvöldi en hjaðnaði svo rétt fyrir tíu sem gefur til kynna að þá hafi eldgosið náð upp úr íshellunni. Slæmt skyggni hefur verið á vettvangi í nótt en eldglæringar sáust frá Egilsstöðum og Kárahnjúkum í nótt.
Eldgos og jarðhræringar Fréttir Innlent Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira