Handbók um sérleyfisfyrirtæki 23. september 2004 00:01 Út er komin handbók um stofnun og rektur sérleyfisfyrirtækja. Emil B. Karlsson, verkefnastjóri hjá Samtökum verslunar og þjónustu, ritaði bókina og afhenti Valgerði Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, fyrsta eintakið á þriðjudag. Alþjóðleg vörumerki, til dæmis í fatnaði og matvöru, eru gjarnan háð viðskiptasérleyfum. Ákveðinn aðili fær heimild frá móðurfélaginu til að reka fyrirtæki í nafni þess á tilteknu svæði gegn því að inna af hendi greiðslur og starfa í samræmi við staðla og venjur sem móðurfélagið setur. Þekktasta dæmið um sérleyfarekstur er skyndibitakeðjan McDonald´s. Að sögn Emils eru viðskiptasérleyfi notuð í mjög auknum mæli þegar fyrirtæki færa út kvíarnar. "Þetta hefur aukist mjög mikið. Það hafa komið mörg viðskiptasérleyfi til landsins að undanförnu og við höfum fengið margar fyrirspurnir um hvernig standa beri að slíkum rekstri. Bókin er ætluð þessum aðilum og eins þeim íslensku fyrirtækjum sem vilja nýta þessa aðferð í útrás sinni. Þetta eru leiðbeiningar um hvernig standa skuli að verki við stofnun og rekstur sérleyfisfyrirtækja," segir hann. Engin nákvæm skráning er til á fjölda sérleyfisfyrirtækja á Íslandi en að mati Emils eru þau í kringum 150. "Þetta er notað á sífellt fleiri sviðum," segir hann. "Það er talið að þettta sé það form sem mest er notað í heiminum þegar fyrirtæki hyggjast stækka við sig," segir Emil. Bókin er tæpar sjötíu síður og er byggð á BSc-verkefni við Háskóla Íslands. "Það er handbókarsnið á þessu og leitast við að hafa þetta sem hagnýtast en ekki fræðilegt," segir hann. Viðskipti Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Út er komin handbók um stofnun og rektur sérleyfisfyrirtækja. Emil B. Karlsson, verkefnastjóri hjá Samtökum verslunar og þjónustu, ritaði bókina og afhenti Valgerði Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, fyrsta eintakið á þriðjudag. Alþjóðleg vörumerki, til dæmis í fatnaði og matvöru, eru gjarnan háð viðskiptasérleyfum. Ákveðinn aðili fær heimild frá móðurfélaginu til að reka fyrirtæki í nafni þess á tilteknu svæði gegn því að inna af hendi greiðslur og starfa í samræmi við staðla og venjur sem móðurfélagið setur. Þekktasta dæmið um sérleyfarekstur er skyndibitakeðjan McDonald´s. Að sögn Emils eru viðskiptasérleyfi notuð í mjög auknum mæli þegar fyrirtæki færa út kvíarnar. "Þetta hefur aukist mjög mikið. Það hafa komið mörg viðskiptasérleyfi til landsins að undanförnu og við höfum fengið margar fyrirspurnir um hvernig standa beri að slíkum rekstri. Bókin er ætluð þessum aðilum og eins þeim íslensku fyrirtækjum sem vilja nýta þessa aðferð í útrás sinni. Þetta eru leiðbeiningar um hvernig standa skuli að verki við stofnun og rekstur sérleyfisfyrirtækja," segir hann. Engin nákvæm skráning er til á fjölda sérleyfisfyrirtækja á Íslandi en að mati Emils eru þau í kringum 150. "Þetta er notað á sífellt fleiri sviðum," segir hann. "Það er talið að þettta sé það form sem mest er notað í heiminum þegar fyrirtæki hyggjast stækka við sig," segir Emil. Bókin er tæpar sjötíu síður og er byggð á BSc-verkefni við Háskóla Íslands. "Það er handbókarsnið á þessu og leitast við að hafa þetta sem hagnýtast en ekki fræðilegt," segir hann.
Viðskipti Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira