Innlent

Mismunun vegna sjúkdóma

Skilyrði Íslandsbanka fyrir lánveitingum valda Ögmundi Jónassyni þingmanni áhyggjum en hann sakaði bankann um að mismuna fólki vegna sjúkdóma á Alþingi í dag. Ögmundur sagði hugmyndina um hundrað prósent lán til fasteignakaupa hljóma vel þar til smáa letrið væri skoðað. Með því að krefjast lífsýna og sjúkdómasögu fjölskyldunnar telur Ögmundur að bankinn mismuni fólki og spurði viðskiptaráðherra hvort ástæða væri til að skerpa lög um starfsemi fjármálastofnana til að koma í veg fyrir slíkt. Ráðherrann svaraði því til að ráðherrar gætu ekki haft afskipti af öllu því sem fram færi í þjóðfélaginu. Í raun sagði ráðherra fátt annað en benti á að eftirlitsstofnanir eins og Fjármálaeftirlitið væru sjálfsstæðar og að persónuverndarmál heyrðu ekki undir sig. Ögmundur sagði sitjandi ríkisstjórn oft hafa sagt að ríkið eigi ekki að vera að vasast í því sem einkafyrirtæki geti gert eins vel. Hann sagði að nú væri að koma á daginn að bankarnir mismuni ekki aðeins gagnvart tilteknum byggðasvæðum heldur einnig gagnvart sjúku fólki. Viðskiptaráðherra svaraði þessu engu.   



Fleiri fréttir

Sjá meira


×