Erlent

Slá skjaldborg um Annan

Bretar, Þjóðverjar, Frakkar, Rússar og Kínverjar hafa slegið skjaldborg um Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, eftir að bandarískir íhaldsmenn hófu aðför að honum og kröfðust afsagnar hans. Bush Bandaríkjaforseti lýsti hins vegar ekki yfir stuðningi við Annan þegar forvitnast var um afstöðu hans í gær. Íhaldsmennirnir kenna Annan um hneykslismál í tengslum við áætlun Sameinuðu þjóðanna um matvæli fyrir olíu. John Danforth, sem verið hefur sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum í tæpt hálft ár, hefur sagt af sér. Starfsfélagar segja hann hafa verið óánægðan í starfi og talið sig njóta lítils sjálfstæðis. Í afsagnarbréfi sínu segist Danforth hins vegar vilja verja meiri tíma með fjölskyldu sinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×