Erlent

Fimm sprengjur sprungu í Madríd

Fimm sprengjur sprungu við bensínstöðvar í Madríd á Spáni fyrir stundu að sögn spænskra útvarpsstöðva og hefur lögreglan í Madríd staðfest tíðindin. ETA, aðskilnaðarsamtök Baska, hringdu til dagblaðs þar í landi áður en sprengjurnar sprungu og lýstu tilræðinu á hendur sér. Samkvæmt fyrstu fréttum er ekki talið að mannfall hafi orðið, enda hafi tekist að rýma bensínstöðvarnar í tæka tíð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×