Drengina okkar heim? 25. október 2004 00:01 Mörgum Íslendingum var brugðið á sunnudaginn þegar fréttist að gerð hefði verið sjálfsvígsárás á hóp íslenskra friðargæslumanna þar sem þeir voru á ferð í miðborg Kabúl í Afganistan. Tveir Íslendinganna særðust og einn fékk skrámur en ódæðismaðurinn og tveir aðrir létu lífið. Fréttir um hermdarverk af þessu tagi eru daglegt brauð frá löndum eins og Írak og Miðausturlöndum en íslenskir menn hafa ekki áður tengst slíkum hörmungum. Eins og venjulega fá atburðir af þessu tagi allt annan svip þegar menn þekkja eða kannast við þá sem koma við sögu. Á annan tug íslenskra gæsluliða er við störf á alþjóðaflugvellinum í Kabúl. Hafa Íslendingar farið með yfirstjórn vallarins frá því í sumar og er það stærsta verkefni íslenskra stjórnvalda á sviði alþjóðlegrar friðargæslu fyrr og síðar. Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, gerði sér sérstaklega ferð til Afganistan í júní þegar Íslendingar tóku við vellinum. Svo hreykin voru stjórnvöld að þau styrktu gerð kynningarmyndar um íslensku friðargæsluna þar sem sveitin í Afganistan var í brennidepli.Friðargæsla hefur smám saman orðið gildari þáttur í störfum Íslendinga á alþjóðavettvangi. Um hana hefur virst ríkja sæmileg sátt enda telja margir að það hæfi okkur sem vopnlausri þjóð að vera friðflytjendur og sáttasemjarar. Segja má að fyrst hafi orðið pólitískur ágreiningur um friðargæsluna þegar fréttist af verkefninu í Afganistan. Ýmsum, ekki síst þeim sem eru til vinstri í stjórnmálum, finnst að þar með sé friðargæslan tengd bandarísku "hernaðarbrölti" eins og það er stunduð orðað. Íslendingar séu ekki hlutlausir milligöngumenn heldur með óbeinum hætti þátttakendur í umdeildri hernaðaraðgerð. Þá hafa margir staldrað við það að íslensku friðargæslumennirnir í Afganistan eru vopnaðir, klæddir hermannafötum og margir þeirra nota hermannatitla. Yfirmaður friðargæslunnar er ofursti að tign. Þetta finnst ýmsum í ósamræmi við það andlit sem Íslendingar eigi að sýna umheiminum. Og ágreiningur um þetta hefur blandast inn í deilur um það hvort Íslendingar eigi að stefna að því að koma sér upp sjálfstæðum, vopnuðum varðsveitum, innlendum her. Hefur því verið haldið fram að friðargæslusveitin í Afganistan sé vísir að íslenskum her; verið sé að smygla her bakdyramegin inn á þjóðina.Skoðanir á Vísi leituðu til þriggja alþingsmanna og spurðu þá um atvikið í Kabúl og friðargæslustefnuna. Talað var við Einar K. Guðfinnsson, Sjálfstæðisflokki, Þórunni Sveinbjarnardóttur, Samfylkingu, og Ögmund Jónasson, Vinstri hreyfingunni - grænu framboði. Spurt var þriggja spurninga:1. Er ástæða til að endurskoða stefnu Íslands í friðargæslumálum? 2. Voru það mistök hjá íslenskum stjórnvöldum að taka við stjórn alþjóðaflugvallarins í Kabúl? 3. Gefur atvikið í Kabúl okkur tilefni til að kalla okkar menn heim frá Afganistan? Eins og vænta mátti er stjórnarþingmaðurinn Einar K. Guðfinssson eindregið samþykkur þeirri stefnu í friðargæslumálum sem ríkisstjórnin hefur markað. Hann telur ekki tilefni til að endurskoða stefnuna, telur verkefnið í Kabúl ekki mistök og ekkert tilefni sé til að kalla okkar menn heim. Aftur á móti telja bæði Þórunn og Ögmundur að atvikið gefi tilefni til að endurskoða stefnuna í friðargæslumálum. Þórunn vill ekki orða það svo að það hafi verið mistök að taka að sér stjórn flugvallarins í Kabúl en kveðst gera athugasemd við þá stefnu. Ögmundur svarar þeirri spurningu ekki beint en segir það mistök "að hengja okkur í þessu sem öðru aftan í Bandaríkjamenn og NATÓ". Ekkert þeirra hvetur til tafarlausrar heimköllunar okkar manna. Þórunn segir að með því værum við að kasta frá okkur ábyrgð og Ögmundur hvetur til opinnar lýðræðislegrar umræðu um stefnuna í friðargæslumálum.Hér fara á eftir orðrétt svör þingmannanna:1. Er ástæða til að endurskoða stefnu Íslands í friðargæslumálum?Einar K. Guðfinnsson svarar: Nei. Við Íslendingar höfum vitaskuld skyldum að gegna í alþjóðasamfélaginu. Við höfum þegar tekið á okkur ábyrgð með starfrækslu friðargæslusveita í Kosóvó og nú í Kabúl í Afghanistan. Þetta gerum við í umboði Sameinuðu þjóðanna með það að markmiði að tryggja frið í löndum sem hafa búið við ófrið. Þetta starf okkar er forsenda annarrar uppbyggingar og endurreisnar þjóðfélagsins, svo sem eins og uppbyggingar á sviði atvinnumála, heilbrigðis og menntaþjónustu og annarra innviða samfélagsins. Núna er nýlokið vel heppnuðum lýðræðislegum kosningum í Afghanistan. Þær hefðu verið óhugsandi nema vegna friðargæsluliða á borð við þá Íslendinga sem rekið hafa flugvöllinn í Kabúl með sóma og sann. Gleymum því ekki að innrásinni í Afghanistan sem Sameinuðu þjóðirnar studdu, var ætlað að koma á lýðræðislegum fyrirkomulagi og brjóta á bak aftur alþjóðlega hryðjuverkastarfsemi sem ógnaði saklausu fólki um heim allan Við berum mikla ábyrgð og kunnum vel til verka á þessu sviði, svo engan veginn verður því haldið fram að við séum þarna ytra vegna mistaka. Fremur vegna hins gagnstæða. Við erum til staðar vegna þess að okkar er einmitt þörf.Þórunn Sveinbjarnardóttir svarar: Já, ég tel fulla ástæðu til þess að endurskoða stefnu stjórnvalda með tilliti til Íslensku friðargæslunnar. Sú stefna var mörkuð fyrir nokkrum árum án þess að hún væri rædd sérstaklega og er um margt vanhugsuð. Friðargæslan er hin hliðin á hermennskunni og eðli málsins samkvæmt getur hún verið hættuleg. En það er ekki aðalatriðið í þessu máli heldur það að um allan heim má finna verðug verkefni við uppbyggingu og hjálparstarf að loknu stríði. Fæst þeirra verkefna tengjast hermennsku og flest eru mun nærtækari fyrir Íslendinga en þau sem hingað til hefur verið ráðist í, má þar nefna uppbyggingu stjórnsýslu, menntunar og heilbrigðiskerfis.Ögmundur Jónasson svarar: Það tel ég tvímælalaust að við þurfum að gera. Ríkisstjórnin hefur beint þessu starfi inn í hernaðarfarveginn án þess að hafa til þess pólitískt umboð. Umræða um það hefur í raun aldrei farið fram á opinberum, lýðræðislegum vettvangi. Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að beina okkar friðargæslustarfi inn á aðrar brautir en nú er gert. Í fyrsta lagi eigum við að sérhæfa okkur í hjálpar- og þróunarstarfi sem ekki lýtur lögmálum hernaðar og nefni ég þar læknis- og hjúkrunarstarf og verkefni á borð við þau sem Þróunarsamvinnustofnunin sinnir á sviði menntamála, aðstoðar við fiskveiðar og nýtingu jarðvarma. Auðvitað er flugumferðarstjórn friðsamlegt verkefni í sjálfu sér en ég spyr hvort það þurfi ævinlega að vera verkefni sem tengt er hernaði NATÓ og Bandaríkjanna? Í öðru lagi er ég því ekki andvígur að við sinnum friðargæslustarfi, og nefni í því sambandi framlag okkar á Sri Lanka. Þar eru nú íslenskir friðargæslumenn sem starfa í samvinnu við Norðmenn að því að vinna að framgangi friðarsáttmála á milli þarlendra stjórnvalda og tamílskra skæruliða sem átt hafa í blóðugu stríði um langt árabil. 2. Voru það mistök hjá íslenskum stjórnvöldum að taka við stjórn alþjóðaflugvallarins í Kabúl? Einar K. Guðfinsson svarar: Nei alls ekki. Við vissum vitaskuld að starfsemi í stríðshrjáðum löndum er ekki hættulaus, eins og mörg dæmi sanna. Ófriðarseggirnir og stríðsherrarnir í þessum löndum vilja okkur og aðra friðflytjendur burtu. Við værum að lúta þeirra vilja ef við tækjum til þess bragðs að hverfa af vettvangi. Okkar menn hafa staðið sig frábærlega vel og hlotið einróma lof allra fyrir. Okkar er mikil þörf þarna úti og við eigum því að halda áfram því verki sem við höfum þegar hafið.Þórunn Sveinbjarnardóttir svarar: Nei, ég myndi ekki ganga svo langt að segja að það hafi verið mistök, enda í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar. Það er hins vegar stefnan sem ég geri athugasemdir viðÖgmundur Jónasson svarar: Það eru fyrst og fremst mistök íslenskra stjórnvalda að hengja okkur í þessu sem öðru aftan í Bandaríkjamenn og NATÓ. Bandaríkjastjórn áskilur sér rétt til að hundsa alþjóðlegar stofnanir, Sameinuðu þjóðirnar ef því er að skipta, ef hún telur það þjóna hagsmunum Bandaríkjanna. Bandaríkjamenn vilja geta farið sprengjandi um heiminn en síðan ætlast þeir til að aðrir komi og hreinsi upp eftir þá. Það er ekki nýtt af nálinni að Bandaríkjamenn láti í veðri vaka að þeir ætli að leggja mikið af mörkum í uppbyggingarstarf á svæðum þar sem þeir hafa farið með hernaði. Slík loforð hafa oftar en ekki verið svikin og má í því sambandi nefna Suðaustur-Asíuríkiingi.3. Gefur atvikið í Kabúl okkur tilefni til að kalla okkar menn heim frá Afganistan?Einar K. Guðfinsson svarar: Þátttaka okkar í friðargæslustarfi er liður í þeirri áherslu að auka þróunaraðstoð og koma til skjalanna í löndum þar sem aðstoðar er þörf. Aldrei hefur meira fé verið varið til þessara verkefna en einmitt núna. Við hljótum að vera stolt af því. Við eigum einmitt sérstakt erindi vegna sérstöðu okkar sem þjóðar sem ekki fer með ófriði gegn öðrum ríkjum. Eðlilega gefur þetta tilvik okkur tilefni til þess að fara yfir mál, sérstaklega með hliðsjón af öryggi friðargæsluliðanna. Það ber okkur vitaskuld að gera. Áhersla hefur verið lögð á að tryggja sem best öryggi Íslendinganna, meðal annars með því að heimila þeim að ganga með vopn og að starfa eftir ákveðnu skipulagi. Þetta hafa einstaka menn reynt að gera tortryggilegt sem er furðulegt vegna þess að öryggi íslenskra starfsmanna er í húfi.Þórunn Sveinbjarnardóttir svarar: Það er fátt verra en að ganga frá hálfnuðu verki og í mínum huga kemur ekki til greina að kalla flugumferðastjórana heim. Um leið og það væri gert værum við að kasta frá okkur ábyrgð á verkefninu og aðrir sætu uppi með hana.Ögmundur Jónasson svarar: Atvikið minnir okkur á hve margt er órætt í þessum efnum. Að sjálfsögðu þarf að fara yfir þær skuldbindingar sem við höfum undirgengist. Ekki er ég að mæla með því að hrapað verði að ákvörðunum. Ég vil þvert á móti að hvetja til yfirvegaðrar og lýðræðislegrar umræðu um þessi mál. Ég vil að Íslendingar láta gott af sér leiða í alþjóðlegu friðarstarfi en mér líkar illa tengingin við bandarísku hernaðarmaskínuna. Hvað okkar menn áhrærir sérstaklega leikur mér forvitni á að vita hvernig búið er að þeim hvað varðar öryggi og tryggingar. Þannig að þetta atvik vil ég að verði tilefni umræðu um okkar hlut í friðargæslu í víðum og þröngum skilningi.Skoðanir á Vísi hvetja lesendur til að leggja orð í belg. Hægt er að skrifa athugasemdir beint inn á vefinn og birtast þær þá samstundis.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Mörgum Íslendingum var brugðið á sunnudaginn þegar fréttist að gerð hefði verið sjálfsvígsárás á hóp íslenskra friðargæslumanna þar sem þeir voru á ferð í miðborg Kabúl í Afganistan. Tveir Íslendinganna særðust og einn fékk skrámur en ódæðismaðurinn og tveir aðrir létu lífið. Fréttir um hermdarverk af þessu tagi eru daglegt brauð frá löndum eins og Írak og Miðausturlöndum en íslenskir menn hafa ekki áður tengst slíkum hörmungum. Eins og venjulega fá atburðir af þessu tagi allt annan svip þegar menn þekkja eða kannast við þá sem koma við sögu. Á annan tug íslenskra gæsluliða er við störf á alþjóðaflugvellinum í Kabúl. Hafa Íslendingar farið með yfirstjórn vallarins frá því í sumar og er það stærsta verkefni íslenskra stjórnvalda á sviði alþjóðlegrar friðargæslu fyrr og síðar. Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, gerði sér sérstaklega ferð til Afganistan í júní þegar Íslendingar tóku við vellinum. Svo hreykin voru stjórnvöld að þau styrktu gerð kynningarmyndar um íslensku friðargæsluna þar sem sveitin í Afganistan var í brennidepli.Friðargæsla hefur smám saman orðið gildari þáttur í störfum Íslendinga á alþjóðavettvangi. Um hana hefur virst ríkja sæmileg sátt enda telja margir að það hæfi okkur sem vopnlausri þjóð að vera friðflytjendur og sáttasemjarar. Segja má að fyrst hafi orðið pólitískur ágreiningur um friðargæsluna þegar fréttist af verkefninu í Afganistan. Ýmsum, ekki síst þeim sem eru til vinstri í stjórnmálum, finnst að þar með sé friðargæslan tengd bandarísku "hernaðarbrölti" eins og það er stunduð orðað. Íslendingar séu ekki hlutlausir milligöngumenn heldur með óbeinum hætti þátttakendur í umdeildri hernaðaraðgerð. Þá hafa margir staldrað við það að íslensku friðargæslumennirnir í Afganistan eru vopnaðir, klæddir hermannafötum og margir þeirra nota hermannatitla. Yfirmaður friðargæslunnar er ofursti að tign. Þetta finnst ýmsum í ósamræmi við það andlit sem Íslendingar eigi að sýna umheiminum. Og ágreiningur um þetta hefur blandast inn í deilur um það hvort Íslendingar eigi að stefna að því að koma sér upp sjálfstæðum, vopnuðum varðsveitum, innlendum her. Hefur því verið haldið fram að friðargæslusveitin í Afganistan sé vísir að íslenskum her; verið sé að smygla her bakdyramegin inn á þjóðina.Skoðanir á Vísi leituðu til þriggja alþingsmanna og spurðu þá um atvikið í Kabúl og friðargæslustefnuna. Talað var við Einar K. Guðfinnsson, Sjálfstæðisflokki, Þórunni Sveinbjarnardóttur, Samfylkingu, og Ögmund Jónasson, Vinstri hreyfingunni - grænu framboði. Spurt var þriggja spurninga:1. Er ástæða til að endurskoða stefnu Íslands í friðargæslumálum? 2. Voru það mistök hjá íslenskum stjórnvöldum að taka við stjórn alþjóðaflugvallarins í Kabúl? 3. Gefur atvikið í Kabúl okkur tilefni til að kalla okkar menn heim frá Afganistan? Eins og vænta mátti er stjórnarþingmaðurinn Einar K. Guðfinssson eindregið samþykkur þeirri stefnu í friðargæslumálum sem ríkisstjórnin hefur markað. Hann telur ekki tilefni til að endurskoða stefnuna, telur verkefnið í Kabúl ekki mistök og ekkert tilefni sé til að kalla okkar menn heim. Aftur á móti telja bæði Þórunn og Ögmundur að atvikið gefi tilefni til að endurskoða stefnuna í friðargæslumálum. Þórunn vill ekki orða það svo að það hafi verið mistök að taka að sér stjórn flugvallarins í Kabúl en kveðst gera athugasemd við þá stefnu. Ögmundur svarar þeirri spurningu ekki beint en segir það mistök "að hengja okkur í þessu sem öðru aftan í Bandaríkjamenn og NATÓ". Ekkert þeirra hvetur til tafarlausrar heimköllunar okkar manna. Þórunn segir að með því værum við að kasta frá okkur ábyrgð og Ögmundur hvetur til opinnar lýðræðislegrar umræðu um stefnuna í friðargæslumálum.Hér fara á eftir orðrétt svör þingmannanna:1. Er ástæða til að endurskoða stefnu Íslands í friðargæslumálum?Einar K. Guðfinnsson svarar: Nei. Við Íslendingar höfum vitaskuld skyldum að gegna í alþjóðasamfélaginu. Við höfum þegar tekið á okkur ábyrgð með starfrækslu friðargæslusveita í Kosóvó og nú í Kabúl í Afghanistan. Þetta gerum við í umboði Sameinuðu þjóðanna með það að markmiði að tryggja frið í löndum sem hafa búið við ófrið. Þetta starf okkar er forsenda annarrar uppbyggingar og endurreisnar þjóðfélagsins, svo sem eins og uppbyggingar á sviði atvinnumála, heilbrigðis og menntaþjónustu og annarra innviða samfélagsins. Núna er nýlokið vel heppnuðum lýðræðislegum kosningum í Afghanistan. Þær hefðu verið óhugsandi nema vegna friðargæsluliða á borð við þá Íslendinga sem rekið hafa flugvöllinn í Kabúl með sóma og sann. Gleymum því ekki að innrásinni í Afghanistan sem Sameinuðu þjóðirnar studdu, var ætlað að koma á lýðræðislegum fyrirkomulagi og brjóta á bak aftur alþjóðlega hryðjuverkastarfsemi sem ógnaði saklausu fólki um heim allan Við berum mikla ábyrgð og kunnum vel til verka á þessu sviði, svo engan veginn verður því haldið fram að við séum þarna ytra vegna mistaka. Fremur vegna hins gagnstæða. Við erum til staðar vegna þess að okkar er einmitt þörf.Þórunn Sveinbjarnardóttir svarar: Já, ég tel fulla ástæðu til þess að endurskoða stefnu stjórnvalda með tilliti til Íslensku friðargæslunnar. Sú stefna var mörkuð fyrir nokkrum árum án þess að hún væri rædd sérstaklega og er um margt vanhugsuð. Friðargæslan er hin hliðin á hermennskunni og eðli málsins samkvæmt getur hún verið hættuleg. En það er ekki aðalatriðið í þessu máli heldur það að um allan heim má finna verðug verkefni við uppbyggingu og hjálparstarf að loknu stríði. Fæst þeirra verkefna tengjast hermennsku og flest eru mun nærtækari fyrir Íslendinga en þau sem hingað til hefur verið ráðist í, má þar nefna uppbyggingu stjórnsýslu, menntunar og heilbrigðiskerfis.Ögmundur Jónasson svarar: Það tel ég tvímælalaust að við þurfum að gera. Ríkisstjórnin hefur beint þessu starfi inn í hernaðarfarveginn án þess að hafa til þess pólitískt umboð. Umræða um það hefur í raun aldrei farið fram á opinberum, lýðræðislegum vettvangi. Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að beina okkar friðargæslustarfi inn á aðrar brautir en nú er gert. Í fyrsta lagi eigum við að sérhæfa okkur í hjálpar- og þróunarstarfi sem ekki lýtur lögmálum hernaðar og nefni ég þar læknis- og hjúkrunarstarf og verkefni á borð við þau sem Þróunarsamvinnustofnunin sinnir á sviði menntamála, aðstoðar við fiskveiðar og nýtingu jarðvarma. Auðvitað er flugumferðarstjórn friðsamlegt verkefni í sjálfu sér en ég spyr hvort það þurfi ævinlega að vera verkefni sem tengt er hernaði NATÓ og Bandaríkjanna? Í öðru lagi er ég því ekki andvígur að við sinnum friðargæslustarfi, og nefni í því sambandi framlag okkar á Sri Lanka. Þar eru nú íslenskir friðargæslumenn sem starfa í samvinnu við Norðmenn að því að vinna að framgangi friðarsáttmála á milli þarlendra stjórnvalda og tamílskra skæruliða sem átt hafa í blóðugu stríði um langt árabil. 2. Voru það mistök hjá íslenskum stjórnvöldum að taka við stjórn alþjóðaflugvallarins í Kabúl? Einar K. Guðfinsson svarar: Nei alls ekki. Við vissum vitaskuld að starfsemi í stríðshrjáðum löndum er ekki hættulaus, eins og mörg dæmi sanna. Ófriðarseggirnir og stríðsherrarnir í þessum löndum vilja okkur og aðra friðflytjendur burtu. Við værum að lúta þeirra vilja ef við tækjum til þess bragðs að hverfa af vettvangi. Okkar menn hafa staðið sig frábærlega vel og hlotið einróma lof allra fyrir. Okkar er mikil þörf þarna úti og við eigum því að halda áfram því verki sem við höfum þegar hafið.Þórunn Sveinbjarnardóttir svarar: Nei, ég myndi ekki ganga svo langt að segja að það hafi verið mistök, enda í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar. Það er hins vegar stefnan sem ég geri athugasemdir viðÖgmundur Jónasson svarar: Það eru fyrst og fremst mistök íslenskra stjórnvalda að hengja okkur í þessu sem öðru aftan í Bandaríkjamenn og NATÓ. Bandaríkjastjórn áskilur sér rétt til að hundsa alþjóðlegar stofnanir, Sameinuðu þjóðirnar ef því er að skipta, ef hún telur það þjóna hagsmunum Bandaríkjanna. Bandaríkjamenn vilja geta farið sprengjandi um heiminn en síðan ætlast þeir til að aðrir komi og hreinsi upp eftir þá. Það er ekki nýtt af nálinni að Bandaríkjamenn láti í veðri vaka að þeir ætli að leggja mikið af mörkum í uppbyggingarstarf á svæðum þar sem þeir hafa farið með hernaði. Slík loforð hafa oftar en ekki verið svikin og má í því sambandi nefna Suðaustur-Asíuríkiingi.3. Gefur atvikið í Kabúl okkur tilefni til að kalla okkar menn heim frá Afganistan?Einar K. Guðfinsson svarar: Þátttaka okkar í friðargæslustarfi er liður í þeirri áherslu að auka þróunaraðstoð og koma til skjalanna í löndum þar sem aðstoðar er þörf. Aldrei hefur meira fé verið varið til þessara verkefna en einmitt núna. Við hljótum að vera stolt af því. Við eigum einmitt sérstakt erindi vegna sérstöðu okkar sem þjóðar sem ekki fer með ófriði gegn öðrum ríkjum. Eðlilega gefur þetta tilvik okkur tilefni til þess að fara yfir mál, sérstaklega með hliðsjón af öryggi friðargæsluliðanna. Það ber okkur vitaskuld að gera. Áhersla hefur verið lögð á að tryggja sem best öryggi Íslendinganna, meðal annars með því að heimila þeim að ganga með vopn og að starfa eftir ákveðnu skipulagi. Þetta hafa einstaka menn reynt að gera tortryggilegt sem er furðulegt vegna þess að öryggi íslenskra starfsmanna er í húfi.Þórunn Sveinbjarnardóttir svarar: Það er fátt verra en að ganga frá hálfnuðu verki og í mínum huga kemur ekki til greina að kalla flugumferðastjórana heim. Um leið og það væri gert værum við að kasta frá okkur ábyrgð á verkefninu og aðrir sætu uppi með hana.Ögmundur Jónasson svarar: Atvikið minnir okkur á hve margt er órætt í þessum efnum. Að sjálfsögðu þarf að fara yfir þær skuldbindingar sem við höfum undirgengist. Ekki er ég að mæla með því að hrapað verði að ákvörðunum. Ég vil þvert á móti að hvetja til yfirvegaðrar og lýðræðislegrar umræðu um þessi mál. Ég vil að Íslendingar láta gott af sér leiða í alþjóðlegu friðarstarfi en mér líkar illa tengingin við bandarísku hernaðarmaskínuna. Hvað okkar menn áhrærir sérstaklega leikur mér forvitni á að vita hvernig búið er að þeim hvað varðar öryggi og tryggingar. Þannig að þetta atvik vil ég að verði tilefni umræðu um okkar hlut í friðargæslu í víðum og þröngum skilningi.Skoðanir á Vísi hvetja lesendur til að leggja orð í belg. Hægt er að skrifa athugasemdir beint inn á vefinn og birtast þær þá samstundis.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun