Erlent

Mótmælum áfram haldið

Stjórnarandstæðingar og stuðningsmenn Viktors Júsjenko í Úkraínu ætla að halda áfram mótmælum og loka skrifstofum ríkisstofnana uns Leonid Kuchma, fráfarandi forseti og Viktor Janúkóvitsj, forsætisráðherra, tryggðu að endurtekning forsetakosninganna yrði með eðlilegum hætti. Mótmælin hafa nú staðið í hartnær þrjár vikur. Janúkovitsj sagði í viðtali við breska útvarpið BBC, að sér hefðu borist morðhótanir. Hann segir að sér hafi veirð byrlað eitur í október, og það sé ástæða þess að andlit hans er alsett örum og hann lítur illa út. Áður þótti hann líta út eins og kvikmyndastjarna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×