Erlent

Þjóðvarnarliðar elta byssumenn

Þjóðvarnarliðar í Sádí Arabíu eru nú í eltingaleik við byssumenn inni í bandarísku ræðismannaskrifstofunni í Sádí Arabíu. 4 þjóðvarnarliðar hafa fallið í valinn og 18 starfsmenn skrifstofunnar hafa verið teknir í gíslingu. Árásarmenn létu til skarar skríða fyrr í morgun og kveiktu í byggingunni, hentu að henni handsprnengjum og skutu að öryggisvörðum. Tvöhundruð lögreglumenn hafa umkringt svæðið þar sem skrifstofan er, og segir talsmaður að neyðarástand sé á staðnum. Frekari upplýsingar hafa ekki fengist enn sem komið er.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×