Erlent

Áhyggjur af mengun vegna jólatrjáa

Náttúruverndarsamtök Danmerkur hafa miklar áhyggjur af mengun sem fylgir ræktun jólatrjáa, þar í landi. Tólf milljónir jólatrjáa eru felld árlega í Danmörku. Þar sem Danir eru ekki nema rúmlega fimm milljónir talsins, liggur í augum uppi að flest trén eru flutt úr landi. Árlegar gjaldeyristekjur af þessum útflutningi eru um tólf milljarðar íslenskra króna á ári. Þetta eru góðu fréttirnar. Vondu fréttirnar eru þær að til þess að rækta falleg jólatré til útflutnings efu notuð býsnin öll af skordýraeitri og öðrum kemiskum efnum. Er nú svo komið að skógarsvörðurinn er víða þrælmengaður, og á sumum stöðum jafnvel grunnvatnið líka. Trjáræktendur viðurkenna að þetta sé vandamál, en segjast hafa gert miklar úrbætur á undanförnum árum. Hinsvegar sé nauðsynlegt að nota skordýraeitur til þess að trén verði jöfn og fallega græn, og standist samkeppni á jólamarkaðinum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×