Erlent

Réttað yfir tilræðismanni Chirac

Franskur nýnasisti sem reyndi að ráða Jaques Chirac forseta af dögum árið 2002 var leiddur fyrir rétt í dag. Maðurinn, sem gæti átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi, skaut úr riffli á Chirac, þar sem hann gekk fylktu liði eftir Champs Elysees breiðgötunni á Bastilludaginn fyrir tveimur árum. Það vildi Chirac til happs að úrræðagóður áhorfandi náði að beina riffli mannsins upp í loft áður en skot hljóp úr honum. Tilræðismaðurinn hefur lýst því yfir að markmiðið með verknaðinum hafi verið að skrá nafn sitt í sögubækurnar, en það tókst honum ekki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×