Erlent

Réttað yfir tilræðismanni

Réttarhöld hófust í dag í París yfir manni sem er sakaður um að hafa reynt að myrða Jacques Chirac, forseta Frakklands, fyrir tveimur árum. Það var á Bastilludaginn árið 2002 sem Maxime Brunerie skaut tveim skotum úr riffli að forsetanum. Vegfarandi sló undir hlaupið á rifflinum þannig að skotin geiguðu og lögregluþjónn sneri tilræðismanninn niður. Brunerie er 27 ára gamall og hefur viðurkennt að hann hafi ætlað að myrða forsetann. Hann er sagður félagi í öfgahreyfingu hægri manna. Ef hann verður sakfelldur á hann lífstíðarfangelsisdóm yfir höfði sér.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×