Erlent

Vill í stjórn með Likud

Shimon Peres, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði að sig fýsti mjög að ganga til samstarfs við Likudbandalag Ariels Sharon forsætisráðherra um myndun þjóðstjórnar í Ísrael. "Eina hvöt mín til þessa er sú að tryggja að friðarferlið haldi áfram," sagði Peres. "Án okkar hefur ríkisstjórnin ekki meirihluta, þá fellur hún og boðað verður til kosninga. Ég held að tileinka eigi árið 2005 friði en ekki innanlandsstjórnmálum." Peres sagði að ólíkt Jasser Arafat væri hægt að semja við nýja forystu Palestínumanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×