Erlent

Abbas og Barghuti hnífjafnir

Mahmud Abbas og Marwan Barghuti eru hnífjafnir samkvæmt tveimur skoðanakönnunum sem mæla fylgi þeirra tíu frambjóðenda sem gefa kost á sér í leiðtogakosningum Palestínumanna. Abbas hefur hins vegar átján prósentustiga forskot í þriðju könnuninni. Ein könnun mælir Barghuti með 46 prósenta fylgi og Abbas með 44 prósent, önnur sýnir Abbas með 40 prósent en Barghuti 38 prósent. Samkvæmt þriðju könnuninni myndu 40 prósent kjósa Abbas en 22 prósent Barghuti. Aðrir frambjóðendur mælast allir með mun minna fylgi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×