Harlem Sophisticate í haust 6. júlí 2004 00:01 Seth Sharp setur upp söngleikinn Harlem Sophisticate hér á landi í haust ásamt hæfileikaríkum listamönnum frá Bandaríkjunum og Íslandi. Hann leitar enn að íslenskri leikkonu í hópinn. "Ég tók þá ákvörðun að heimsækja öll lönd sem hæfust á I, því það voru uppáhaldslöndin mín í alfræðiorðabókinni þegar ég var lítill," segir leikstjórinn Seth Sharp, sem kom fyrst hingað til lands árið 2000. "Ég hef farið til Ítalíu, Írlands og fleiri landa en þegar ég kom til Íslands var ég ákveðinn í að koma aftur." Á síðasta ári setti Seth Sharp upp sýninguna Aint misbehavin í Loftkastalanum ásamt bandarískum starfsfélögum. Verkið var sýnt í tengslum við Hinsegin daga en nú stefnir Seth á stóran djasssöngleik, Harlem Sophisticate, sem verður frumsýndur í Loftkastalanum í haust. "Þetta er sýning sem er samansett úr fjórum mismunandi blökkumannasöngleikjum frá Broadway," segir Seth, en undirtónn verksins er endurreisnartími Harlem-hverfisins, tímabilið 1919-1921. "Djassinn er upprunninn frá þessum tíma og svertingjar fluttu djasslistina til Evrópu vegna þess að kynþáttahatrið hafði svo mikil áhrif á líf og störf fólksins í Bandaríkjunum. Sem dæmi um söngkonu sem ákvað að flýja og freista gæfunnar utan Bandaríkjanna er Josephine Baker. Hún þurfti að nota eldhúsinnganginn á skemmtistöðunum Bandaríkjanna því hún mátti ekki fara inn um sama inngang og hvíta fólkið sem hún var að skemmta. Þegar Baker kom til Parísar elskaði fólk hana og nokkrum árum síðar, eftir að hún varð stórstjarna, grátbáðu Bandaríkjamenn hana um að koma aftur." Söngleikur Seth fjallar um nútímafólk þó vísað sé til endurreisnatímans. "Við fylgjumst með því sem á sér stað baksviðs í leikhúsum New York. Í dag eru önnur vandamál uppi en að sumu leyti finnst mér Ísland svipa til Parísar um 1920. Hér á Íslandi er ekki að finna samfélag svartra en Íslendingar eru greind og opin þjóð sem hefur áhuga á listum og erlendri menningu og því gaman að setja upp söngleik af þessu tagi hér á landi." Með Seth verða í sýningunni þrír bandarískir leikarar. "Við fengum svo gott fólk til liðs við okkur úti að við ákváðum að hætta við allar prufur. Svo höfum við auk bandarísku leikaranna fengið Björgvin Franz Gíslason leikara og Sigurð Flosason til að stjórna tónlistinni. Við höldum svo prufur fyrir íslenskar leikkonur á fimmtudaginn því okkur vantar að ráða í eitt hlutverk," segir Seth. Áhugasömum leikkonum er boðið að senda póst á cmstheater@aol.com. Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Seth Sharp setur upp söngleikinn Harlem Sophisticate hér á landi í haust ásamt hæfileikaríkum listamönnum frá Bandaríkjunum og Íslandi. Hann leitar enn að íslenskri leikkonu í hópinn. "Ég tók þá ákvörðun að heimsækja öll lönd sem hæfust á I, því það voru uppáhaldslöndin mín í alfræðiorðabókinni þegar ég var lítill," segir leikstjórinn Seth Sharp, sem kom fyrst hingað til lands árið 2000. "Ég hef farið til Ítalíu, Írlands og fleiri landa en þegar ég kom til Íslands var ég ákveðinn í að koma aftur." Á síðasta ári setti Seth Sharp upp sýninguna Aint misbehavin í Loftkastalanum ásamt bandarískum starfsfélögum. Verkið var sýnt í tengslum við Hinsegin daga en nú stefnir Seth á stóran djasssöngleik, Harlem Sophisticate, sem verður frumsýndur í Loftkastalanum í haust. "Þetta er sýning sem er samansett úr fjórum mismunandi blökkumannasöngleikjum frá Broadway," segir Seth, en undirtónn verksins er endurreisnartími Harlem-hverfisins, tímabilið 1919-1921. "Djassinn er upprunninn frá þessum tíma og svertingjar fluttu djasslistina til Evrópu vegna þess að kynþáttahatrið hafði svo mikil áhrif á líf og störf fólksins í Bandaríkjunum. Sem dæmi um söngkonu sem ákvað að flýja og freista gæfunnar utan Bandaríkjanna er Josephine Baker. Hún þurfti að nota eldhúsinnganginn á skemmtistöðunum Bandaríkjanna því hún mátti ekki fara inn um sama inngang og hvíta fólkið sem hún var að skemmta. Þegar Baker kom til Parísar elskaði fólk hana og nokkrum árum síðar, eftir að hún varð stórstjarna, grátbáðu Bandaríkjamenn hana um að koma aftur." Söngleikur Seth fjallar um nútímafólk þó vísað sé til endurreisnatímans. "Við fylgjumst með því sem á sér stað baksviðs í leikhúsum New York. Í dag eru önnur vandamál uppi en að sumu leyti finnst mér Ísland svipa til Parísar um 1920. Hér á Íslandi er ekki að finna samfélag svartra en Íslendingar eru greind og opin þjóð sem hefur áhuga á listum og erlendri menningu og því gaman að setja upp söngleik af þessu tagi hér á landi." Með Seth verða í sýningunni þrír bandarískir leikarar. "Við fengum svo gott fólk til liðs við okkur úti að við ákváðum að hætta við allar prufur. Svo höfum við auk bandarísku leikaranna fengið Björgvin Franz Gíslason leikara og Sigurð Flosason til að stjórna tónlistinni. Við höldum svo prufur fyrir íslenskar leikkonur á fimmtudaginn því okkur vantar að ráða í eitt hlutverk," segir Seth. Áhugasömum leikkonum er boðið að senda póst á cmstheater@aol.com.
Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira