Erlent

800 þúsund þarfnast neyðarhjálpar

Talið er að um átta hundruð þúsund manns þarfnist neyðarhjálpar í Filippseyjum eftir að fjórir fellibyljir, með tilheyrandi flóðum og aurskriðum, gengu yfir landið. Á annað þúsund manns létust eða er enn saknað og eyðileggingin er gríðarleg. Ólöglegt skógarhögg við Sierra Madre fjallgarðinn er talin helsta ástæða þess að aurskriður náðu að valda jafn miklu manntjóni og raun varð. Fyrst í dag var hægt að flytja nauðþurftir til fólksins en óttast er að kólera, lifrarbólga og fleiri sjúkdómar breiðist út á hamfarasvæðinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×