Fjölbreytt og skemmtilegt starf 18. júní 2004 00:01 Þórunn Sigþórsdóttir er landvörður í þjóðgarðinum á Snæfellsnesi. Hún hefur starfað sem skála- og landvörður víðs vegar um landið í um tíu ár og má þar nefna Landmannalaugar, Herðubreiðarlindir og Öskju. Þetta er þriðja sumar Þórunnar í þjóðgarðinum Snæfellsjökli og hefur hún starfað þar sem landvörður frá stofnun hans og líkar vel. "Störf landvarða eru margvísleg og geta verið ólík frá einu svæði til annars, allt eftir aðstæðum og náttúrufari. Almennt eiga landverðir það sameiginlegt að hafa áhuga á náttúru og náttúruvernd. Ég hef starfað bæði hér og á hálendinu og finnst bæði mjög skemmtilegt og gefandi. Mér finnst bæði fróðlegt og lærdómsríkt að taka þátt í þeirri þróunarvinnu sem á sér stað hér í þjóðgarðinum á Snæfellsnesi. Þetta er þriðja sumarið sem hann er starfræktur og felst starfið okkar að miklu leyti í uppbyggingu hans eins og að fræða fólk um svæðið, skipuleggja göngustíga, ýmiss konar viðhald og að laga gönguleiðir. Það getur því berið breytilegt frá degi til dags. Með fræðslu og góðu aðgengi er fólki auðvelduð umgengni um náttúru landsins. Þann 19. júní hefst svo hefðbundin dagskrá þjóðgarðsins. Þá verður ýmis fræðsla í boði fyrir gesti, gönguferðir verða fimm sinnum í viku og barnastundir tvisvar í viku," segir Þórunn. Þórunn segir ferðamannastrauminn á svæðið hafa aukist verulega eftir stofnun þjóðgarðsins. "Hér er ægifögur náttúra og margt að skoða. Það á að fara að opna gestastofu þjóðgarðsins á Hellnum og þar munu landverðir vera til staðar og veita upplýsingar," segir hún. Á veturna hefur Þórunn verið að læra ferðamálafræði við Háskólann á Hólum. halldora@frettabladid.is Atvinna Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Sjá meira
Þórunn Sigþórsdóttir er landvörður í þjóðgarðinum á Snæfellsnesi. Hún hefur starfað sem skála- og landvörður víðs vegar um landið í um tíu ár og má þar nefna Landmannalaugar, Herðubreiðarlindir og Öskju. Þetta er þriðja sumar Þórunnar í þjóðgarðinum Snæfellsjökli og hefur hún starfað þar sem landvörður frá stofnun hans og líkar vel. "Störf landvarða eru margvísleg og geta verið ólík frá einu svæði til annars, allt eftir aðstæðum og náttúrufari. Almennt eiga landverðir það sameiginlegt að hafa áhuga á náttúru og náttúruvernd. Ég hef starfað bæði hér og á hálendinu og finnst bæði mjög skemmtilegt og gefandi. Mér finnst bæði fróðlegt og lærdómsríkt að taka þátt í þeirri þróunarvinnu sem á sér stað hér í þjóðgarðinum á Snæfellsnesi. Þetta er þriðja sumarið sem hann er starfræktur og felst starfið okkar að miklu leyti í uppbyggingu hans eins og að fræða fólk um svæðið, skipuleggja göngustíga, ýmiss konar viðhald og að laga gönguleiðir. Það getur því berið breytilegt frá degi til dags. Með fræðslu og góðu aðgengi er fólki auðvelduð umgengni um náttúru landsins. Þann 19. júní hefst svo hefðbundin dagskrá þjóðgarðsins. Þá verður ýmis fræðsla í boði fyrir gesti, gönguferðir verða fimm sinnum í viku og barnastundir tvisvar í viku," segir Þórunn. Þórunn segir ferðamannastrauminn á svæðið hafa aukist verulega eftir stofnun þjóðgarðsins. "Hér er ægifögur náttúra og margt að skoða. Það á að fara að opna gestastofu þjóðgarðsins á Hellnum og þar munu landverðir vera til staðar og veita upplýsingar," segir hún. Á veturna hefur Þórunn verið að læra ferðamálafræði við Háskólann á Hólum. halldora@frettabladid.is
Atvinna Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Sjá meira