Menning

Ford eykur fjárendurgreiðslu

Bílaframleiðandinn Ford í Bandaríkjunum hefur aukið fjárendurgreiðslu af ökutækjum til viðskiptavina eftir slæmt gengi í júní. Ford, annar stærsti bílaframleiðandinn í Bandaríkjunum, hefur aukið markaðsetningu á Explorer jeppanum, Freestar jepplingnum og Focus fólksbílnum. Þessi aukna markaðsetning og ýmsar auglýsingaherferðir koma í kjölfarið af ellefu prósenta lækkun í sölu í júní. Nú hefur sala Ford vörubíla og fólksbíla lækkað í tólf mánuðum af síðustu fjórtán. Talsmaður Ford, Jim Cain, telur þrátt fyrir þetta mótlæti að bjartari tímar séu framundan með aukinni markaðssetningu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.