Erlent

Búlgaría og Rúmenía í ESB?

Evrópusambandið mun í vikunni leggja fram samþykki sitt fyrir inngöngu Búlgaríu og Rúmeníu í sambandið árið 2007, gegn því að staðið verði við þær lagalegu umbætur í löndunum sem samþykktar hafa verið. Þó verður sá varnagli hafður á að seinka megi aðildinni um eitt ár ef umbæturnar tefjast. Formlegt samþykki fyrir inngöngu þjóðanna tveggja verður þó ekki gefið fyrr en í desember en ætti að ganga snurðulaust fyrir sig. Þá er stefnt að því að hefja aðildarviðræður við Króatíu í byrjun næsta árs, að því gefnu að staðið verði við samþykktir á umbótum í mannréttindamálum og breytingum á stjórnarskrá landsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×