Óvíst hvort gereyðingavopn finnist 5. október 2004 00:01 Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna efast um að nokkur tengsl hafi verið á milli al-Kaída hryðjuverkasamtakanna og Saddams Hússeins og segir ekki víst að gereyðingarvopn muni finnast í Írak. Þá segir fyrrverandi landsstjóri Bandaríkjanna í Írak að allt of fáir hermenn hafi farið til landsins. Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, viðurkenndi á opnum fundi í New York í gær að þær upplýsingar sem lágu að baki innrásinni í Írak hafi verið rangar. Írakar hafi líklega ekki búið yfir gereyðingarvopnum þegar innrásin í landið átti sér stað og líklega hafi aldrei nein tengsl verið á milli al-Kaída og Íraka. Rumsfeld sagðist ekki vera í stöðu til þess að svara fyrir það af hverju upplýsingarnar hafi reynst rangar en ljóst væri að eitthvað hefði farið úrskeiðis. Aðeins tæpir þrír mánuðir eru síðan Dick Chaney, varaforseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir að ekki léki nokkur vafi á tengslum al-Kaída og Íraka, enda sýndi ógrynni af sönnunargögnum að slík tengsl hefðu átt sér stað í yfir áratug. Sjálfur sagði Rumsfeld í september 2002 að skotheld sönnunargögn lægju því til staðfestingar að al-Kaída liðar héldu til í Írak. Nú kveður hins vegar í fyrsta sinn við annan tón hjá varnarmálaráðherranum sem segir að meira að segja hryðjuverkamaðurinn Abu Musab Al-Zarqawi hafi engin tengsl við al-Qaeda, en stutt er síðan Bush forseti hélt því fram. Og það var ekki einungis Rumsfeld sem benti á ákveðna hnökra á innrásinni í Írak í gær því Paul Bremer, fyrrverandi landsstjóri í landinu, segir að herlið Bandaríkjanna í Írak hafi verið stórlega undirmannað allt frá upphafi innrásarinnar. Stærstu mistök Bandaríkjamanna hafi verið þau að fara ekki með stærra herlið til Íraks og að nota það til þess að berja niður óöldina í landinu, strax eftir að Saddam Hússein var tekinn höndum. Báðir þvertaka þeir Bremer og Rumsfeld þó fyrir það að innrásin sjálf hafi verið misráðin og segja heiminn betri stað eftir handtöku Saddams. Allt sé á batavegi í Írak nú og takast muni að koma á lýðræði í landinu á tilætluðum tíma. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna efast um að nokkur tengsl hafi verið á milli al-Kaída hryðjuverkasamtakanna og Saddams Hússeins og segir ekki víst að gereyðingarvopn muni finnast í Írak. Þá segir fyrrverandi landsstjóri Bandaríkjanna í Írak að allt of fáir hermenn hafi farið til landsins. Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, viðurkenndi á opnum fundi í New York í gær að þær upplýsingar sem lágu að baki innrásinni í Írak hafi verið rangar. Írakar hafi líklega ekki búið yfir gereyðingarvopnum þegar innrásin í landið átti sér stað og líklega hafi aldrei nein tengsl verið á milli al-Kaída og Íraka. Rumsfeld sagðist ekki vera í stöðu til þess að svara fyrir það af hverju upplýsingarnar hafi reynst rangar en ljóst væri að eitthvað hefði farið úrskeiðis. Aðeins tæpir þrír mánuðir eru síðan Dick Chaney, varaforseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir að ekki léki nokkur vafi á tengslum al-Kaída og Íraka, enda sýndi ógrynni af sönnunargögnum að slík tengsl hefðu átt sér stað í yfir áratug. Sjálfur sagði Rumsfeld í september 2002 að skotheld sönnunargögn lægju því til staðfestingar að al-Kaída liðar héldu til í Írak. Nú kveður hins vegar í fyrsta sinn við annan tón hjá varnarmálaráðherranum sem segir að meira að segja hryðjuverkamaðurinn Abu Musab Al-Zarqawi hafi engin tengsl við al-Qaeda, en stutt er síðan Bush forseti hélt því fram. Og það var ekki einungis Rumsfeld sem benti á ákveðna hnökra á innrásinni í Írak í gær því Paul Bremer, fyrrverandi landsstjóri í landinu, segir að herlið Bandaríkjanna í Írak hafi verið stórlega undirmannað allt frá upphafi innrásarinnar. Stærstu mistök Bandaríkjamanna hafi verið þau að fara ekki með stærra herlið til Íraks og að nota það til þess að berja niður óöldina í landinu, strax eftir að Saddam Hússein var tekinn höndum. Báðir þvertaka þeir Bremer og Rumsfeld þó fyrir það að innrásin sjálf hafi verið misráðin og segja heiminn betri stað eftir handtöku Saddams. Allt sé á batavegi í Írak nú og takast muni að koma á lýðræði í landinu á tilætluðum tíma.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira