Erlent

Þjóðaratkvæðagreiðsla á Spáni

Ríkisstjórn Spánar hefur ákveðið að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá Evrópusambandsins 20. febrúar á næsta ári. Þar með bendir allt til þess að spánska þjóðin gangi fyrst Evrópusambandsþjóða að kjörborðinu til að segja skoðun sína á hinni nýju stjórnarskrá. Algjör eining var á meðal flokksleiðtoga í spánska þinginu um atkvæðagreiðsluna en Miguel Angel Moratinos, utanríkisráðherra Spánar, sagði í dag þegar hann kynnti atkvæðagreiðsluna að hún yrði ekki bindandi og að lokaákvörðunin yrði eftir sem áður í höndum þingsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×