Erlent

Bush biðlar til Kanadamanna

George Bush Bandaríkjaforseti og Paul Martin, forsætisráðherra Kanada, gera nú tilraun til að bæta samskipti landanna. Bush er staddur í opinberri heimsókn í Kanada en samskipti milli landanna hafa verið stirð síðan Bandaríkjamenn réðust inn í Írak á síðasta ári því stjórnvöld í Kanada voru ekki sammála innrásinni. Litið er á heimsókn Bush sem tilraun til sátta við Kanada en litið var á landið sem bandamann Bandaríkjanna fyrir innrásina í Írak. Mótmælendur söfnuðust fyrir úti á götum í gær til að mótmæla komu Bush og stríðinu í Írak. Búist er við því að þúsundir manna muni taka þátt í skipulögðum mótmælum gegn Bush í dag. Heimsókn Bush til Kanada er fyrsta ferð forsetans út fyrir Bandaríkin síðan hann var endurkjörinn forseti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×