Erlent

Hamas sniðganga kosningarnar

Hamas-samtökin ætla að sniðganga forsetakosningarnar í Palestínu sem fara fram 9. janúar næstkomandi. Áður höfðu talsmenn samtakanna sagt eðlilegt að samsteypustjórn tæki við völdum og að þingið réði meiru. Í morgun var því bætt við að kosningarnar væru einungis leið til að lífga upp á heimastjórn Palestínumanna sem væri tilkomin vegna friðarsamninga sem Jasser Arafat gerði og Hamas hefði ávallt hafnað. Þó að Hamas-liðar hyggist sniðganga kosningarnar hvöttu þeir ekki almenning til að gera slíkt hið sama.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×