Erlent

Sjöundi ráðherrann segir af sér

Tom Ridge, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, hefur tilkynnt um afsögn sína og lætur hann af embætti 1. febrúar næstkomandi. Ridge kvaðst ætla að sinna fjölskyldu sinni í framtíðinni en alla jafna er það vísbending um að viðkomandi hafi verið rekinn. Ridge var fyrsti heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, skipaður í það embætti í október árið 2001 til að bregðast við hryðjuverkaógninni. Hann var gagnrýndur nokkuð fyrir ítrekaðar hryðjuverkaviðvaranir sem leiddu m.a. til þess að flugi var aflýst og almenningi brugðið - en aldrei gerðist neitt. Ridge er sjöundi ráðherrann í ríkisstjórn George Bush sem segir af sér.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×