Erlent

Ætla að hunsa kosningarnar

Forystumenn Hamas-samtakanna ætla að sniðganga forsetakosningarnar í Palestínu 9. janúar og hvetja stuðningsmenn sína til að gera slíkt hið sama. Þessu lýstu þeir yfir í gær, nokkrum klukkutímum áður en frestur til að tilkynna framboð rann út. Vitað var fyrirfram að Hamas myndi ekki tilnefna frambjóðanda í mótmælaskyni við að ekki skyldi kosið til þings á sama tíma og nýr leiðtogi er kjörinn. Hvatning samtakanna til félagsmanna sinna um að greiða ekki atkvæði getur hins vegar grafið undan réttmæti kosninganna og rýrt umboð sigurvegarans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×