Innlent

Hafnar vitnavernd

Maður, sem ákærður er fyrir að ráðast á mann vopnaður öxi á veitingastaðnum A. Hansen í Hafnarfirði í byrjun september, þarf ekki að víkja úr réttarsal á meðan vitni koma fyrir réttinn. Kemur þetta fram í dómi Hæstaréttar sem sneri ákvörðun Héraðsdóms Reykjaness um að vitni fengju vitnavernd. Þótti Hæstarétti ekki nægilega sýnt fram á raunverulega ógn við öryggi vitnanna. Þrjú vitni sem notið höfðu nafnleyndar við skýrslutöku hjá lögreglu höfðu óskað eftir áframhaldandi nafnleynd við dómsmeðferð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×