Innlent

Jörð skelfur í Ljósufjöllum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Í hádegisfréttum fjöllum við um jarðskjálftan sem reið yfir í morgun við Grjótárvatn. 

Skjálftinn var sá öflugasti sem komið hefur frá því Ljósufjallakerfið tók að láta á sér kræla árið 2021. Jarðeðlisfræðingur segir að þáttaskil hafi orðið síðastliðinn föstudag þegar virknin jókst til muna.

Einnig fjöllum við um landamæragæslu en tilkynningar og skráningar vegna gruns um mansal hafa fimmfaldast á síðustu árum.

Að auki verður rætt við nýjan stjórnarformann hjá Samtökum sjávarútvegsfyrirtækja sem skiluðu umsögn sinni um boðuð veiðigjöld í morgun. 

Í íþróttapakka dagsins verður svo fjallað um leik KR og Vals í Bestu deildinni í gær. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×