Viðskipti innlent

Breytingar innan Norðurljósa

Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður lét af störfum framkvæmdastjóra Norðurljósa og útvarpsstjóra Íslenska útvarpsfélagsins eftir stjórnarfund í Norðurljósum í gær. Marinó Guðmundsson, fjármálastjóri félagsins, hefur líka ákveðið að láta af störfum og tilkynntu þeir þetta í innanhússpósti til starfsmanna seint í gærkvöldi. Auk þess hefur Karl Garðarsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs, látið af störfum. Gunnar Smári Egilsson, stjórnarmaður Norðurljósa, tekur við af Sigurði og verður framkvæmdastjóri Norðurljósa. Páll Magnússon verður sjónvarpsstjóri Stöðvar 2.  Sigurður sagði í viðtali við fréttastofuna fyrir stundu að þetta hafi verið ákvörðun stjórnar félagsins í tengslum við skipulagsbreytingar hjá Norðurljósum, sem eiga Íslenska útvarpsfélagið og Frétt og stóran hlut í símafélaginu Og Vodafone. Sigurður vildi ekki tjá sig nánar um þær breytingar en fregnir bárust um fjármálaheiminn undir kvöld í gær,að Og Vodafone væri að kaupa Norðurljós og þar með yrðu Norðurljós skráð í Kauphöllinni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×