Erlent

Dan Rather hættir

Dan Rather, einhver þekktasti sjónvarpsfréttamaður Bandaríkjanna og aðalfréttaþulur CBS-sjónvarpsstöðvarinnar, mun láta af þeim starfa 9. mars næstkomandi, tuttugu og fjórum árum eftir að hann tók við starfanum af Walter Cronkite. Frá þessu var greint í gær. Rather, sem er 73 ára gamall, segist hafa rætt þetta við yfirmenn sína í sumar og ákveðið að bíða fram yfir kosningar. Hann heldur þó áfram í fréttaþættinum 60 mínútur. Rather fékk í sumar bágt fyrir frétt um að Bush forseti hefði komið sér undan herþjónustu en fréttin reyndist byggð á vafasömum heimildum. Repúblíkanar kröfðust þá afsagnar Rathers og sökuðu hann um vinstrislagsíðu. Rather segir ákvörðun sína um að hætta ekki hafa neitt með það mál að gera.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×