Erlent

Chirac til Líbíu

Jacques Chirac, forsætisráðherra Frakklands, fer í opinbera heimsókn til Líbíu í næstu viku. Hann verður fyrsti franski stjórnmálaleiðtoginn til að heimsækja landið í 53 ár. Chirac mun funda með Moammar Gaddafí Líbíuleiðtoga, sem hefur verið tekinn í sátt af Vesturlöndum eftir að hafa hætt tilraunum til að koma upp gjöreyðingarvopnum og samþykkt eftirlit Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar. Með heimsókn sinni fetar Chirac í fótspor Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og Gerhard Schröder, kanslara Þýskalands, sem heimsóttu landið fyrir skömmu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×