Erlent

Serbnesk stjórnvöld gagnrýnd

Carla Del Ponte, aðalsaksóknari Alþjóðadómstólsins í Haag, gagnrýndi serbnesk stjórnvöld harðlega á fundi með fulltrúum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Hún segir að í það minnsta tólf menn sem ákærðir hafa verið fyrir stríðsglæpi búi nú frjálsir í Serbíu-Svartfjallalandi vegna þess að þarlend stjórnvöld neiti að handtaka þá. Ponte segir að það sé hneyksli að Radovan Karadzic og Ratko Mladic, mennirnir sem taldir eru bera ábyrgð á fjöldamorðunum í Srebrenica í júlí árið 1994 þegar átta þúsund múslimar voru drepnir, skuli ganga lausir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×