Menning

Flatey býr yfir sérstökum þokka

Flatey á Breiðafirði er söguríkur staður sem býr yfir sérstökum þokka. Þar er fámennt og góðmennt yfir veturinn og á vorin vaknar allt til lífsins þegar farfuglarnir vitja um hreiður sín. Ferjan Baldur kemur við í Flatey á leið milli Stykkishólms og Brjánslækjar og fjölmargir leggja þangað leið sína yfir sumarið. Ýmsir hafa aðgang að orlofshúsum eða eiga ítök í hinum gömlu og vinalegu húsum í eyjunni og dvelja þar um lengri eða skemmri tíma. Aðrir nýta sér ferðaþjónustu bændanna Hafsteins og Ólínu eða Vog, sem er bæði veitinga- og gististaður í þorpinu. Tjaldstæði er ágætt í Krákuvör á austanverðri eynni og þar er líka boðið upp á gistingu inni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.