Jafnaðarmenn harma hvarf Sivjar 23. ágúst 2004 00:01 Ungir jafnaðarmenn harma niðurstöðu þingflokks Framsóknarflokks um að fækka konum í ríkisstjórn að því er segir í ályktun þeirra sem samþykkt var á landsþingi Ungra jafnaðarmanna í Hveragerði um helgina og send var fjölmiðlum áðan. Eins og kunnugt er var samþykkt á fundi þingflokks Framsóknarmanna í síðustu viku að víkja Siv Friðleifsdóttur úr ráðherraliði flokksins þegar Sjálfstæðisflokkurinn tekur við umhverfisráðuneytinu þann 15. september næstkomandi. Ungir jafnaðarmenn telja þessa þróun vera áhyggjuefni. Þeir segja nauðsynlegt að líta á jafnréttismál í víðu samhengi og leggja áherslu á að um sé að ræða þverpólítískan málaflokk sem snerti grunnþætti samfélagsins. Í tilkynningunni segir að að sjálfsögðu beri að skipa og ráða hæfasta einstaklinginn í viðkomandi starf en ef litið sé yfir svið stjórnmála eða viðskipta sé augljóst að konur eru látnar líða fyrir kynferði sitt. Hið óeðlilega lága hlutfall kvenna í stjórnmálum og í viðskiptalífinu er vitnisburður um að gengið sé framhjá hæfum konum. Ef hæfni réði framgangi í stjórnmálum væri kynjahlutfallið mun jafnara en það er nú. Ungir jafnaðarmenn telja framferði þingflokks Framsóknarflokksins einnig forkastanlegt í ljósi kosningabaráttu síðastliðins vors þar sem sá flokkur lagði áherslu á jafnréttismál í sínum málflutningi. Framsóknarkonur hafi meðal annars skipað efstu sæti í helmingi kjördæmanna. Þetta hafi hins vegar ekki skilað sér í ríkisstjórn og það sé augljóst að Framsóknarflokkurinn láti ekki verkin tala þegar komi að jafnréttismálum, heldur haldi hann áfram að slá ryki í augu kjósenda rétt fyrir kosningar. Ungir jafnaðarmenn vilja að lokum minna á kosningaloforð Samfylkingarinnar um að jafnréttismál beri að heyra undir forsætisráðherra. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Ungir jafnaðarmenn harma niðurstöðu þingflokks Framsóknarflokks um að fækka konum í ríkisstjórn að því er segir í ályktun þeirra sem samþykkt var á landsþingi Ungra jafnaðarmanna í Hveragerði um helgina og send var fjölmiðlum áðan. Eins og kunnugt er var samþykkt á fundi þingflokks Framsóknarmanna í síðustu viku að víkja Siv Friðleifsdóttur úr ráðherraliði flokksins þegar Sjálfstæðisflokkurinn tekur við umhverfisráðuneytinu þann 15. september næstkomandi. Ungir jafnaðarmenn telja þessa þróun vera áhyggjuefni. Þeir segja nauðsynlegt að líta á jafnréttismál í víðu samhengi og leggja áherslu á að um sé að ræða þverpólítískan málaflokk sem snerti grunnþætti samfélagsins. Í tilkynningunni segir að að sjálfsögðu beri að skipa og ráða hæfasta einstaklinginn í viðkomandi starf en ef litið sé yfir svið stjórnmála eða viðskipta sé augljóst að konur eru látnar líða fyrir kynferði sitt. Hið óeðlilega lága hlutfall kvenna í stjórnmálum og í viðskiptalífinu er vitnisburður um að gengið sé framhjá hæfum konum. Ef hæfni réði framgangi í stjórnmálum væri kynjahlutfallið mun jafnara en það er nú. Ungir jafnaðarmenn telja framferði þingflokks Framsóknarflokksins einnig forkastanlegt í ljósi kosningabaráttu síðastliðins vors þar sem sá flokkur lagði áherslu á jafnréttismál í sínum málflutningi. Framsóknarkonur hafi meðal annars skipað efstu sæti í helmingi kjördæmanna. Þetta hafi hins vegar ekki skilað sér í ríkisstjórn og það sé augljóst að Framsóknarflokkurinn láti ekki verkin tala þegar komi að jafnréttismálum, heldur haldi hann áfram að slá ryki í augu kjósenda rétt fyrir kosningar. Ungir jafnaðarmenn vilja að lokum minna á kosningaloforð Samfylkingarinnar um að jafnréttismál beri að heyra undir forsætisráðherra.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent