Erlent

Fanga sleppt vegna mistaka

Lögregluyfirvöld í Manchester á Englandi leita nú manns sem ákærður er fyrir sex morðtilraunir en honum var sleppt fyrr í vikunni vegna mistaka. Maðurinn var hnepptur í gæsluvarðhald í síðustu viku og átti að mæta fyrir dómara í gær en þegar menn fóru að huga að þeim fundi kom í ljós að sakborningurinn, hinn 22 ára gamli Bobby Phipps, hafði fengið frelsi fjórum dögum áður. Yfirmaður lögreglunnar í Manchester sendi í kjölfarið út fréttatilkynningu þar sem fólk er varað við Phipps þar sem hann er talinn mjög hættulegur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×