Erlent

Bush safnar liði

George Bush, forseti Bandaríkjanna, er byrjaður að safna liði gegn Íran og Norður-Kóreu vegna stefnu landanna í kjarnorkumálum. Forsetinn segir að ekki sé hægt að líða framleiðslu kjarnorkuvopna á Kóreuskaganum eða Miðausturlöndum.  George Bush er nú í Chile þar sem hann situr ráðstefnu tuttugu og eins ríkis sem eiga aðild að Asíu-Kyrrahafs efnahagssamvinnuráðinu. Hliðarverkefni hjá forsetanum virðist vera að safna liði gegn kjarnorkuógninni frá Íran og Norður-Kóreu. Forsetinn ræddi kjarnorkuvopnaframleiðslu Norður Kóreu við leiðtoga Rússlands, Suður-Kóreu, og Japans en þessi þrjú ríki og Bandaríkin hafa átt fulltrúa í samninganefndinni sem hefur fundað með Norður-Kóreu og Kína um kjarnorkumál. Bush sagði mjög mikilvægt að leiðtogi Norður Kóreu gerði sér gein fyrir að viðræður þessara aðila myndi ramma utan áframhaldandi viðræður um sameiginlegt markmið, þ.e.a.s. að losa Kóreuskagann við kjarnavopn.  Og Bush gleymdi ekki Írönum sem eru sagðir komnir langleiðina með að framleiða kjarnorkuvopn. Hann sagði mjög mikilvægt að íranska ríkisstjórnin fái að heyra um áhyggjur heimsins af fyrirætlunum hennar COMMENT....



Fleiri fréttir

Sjá meira


×