Erlent

Heimastjórnin fær sjúkraskrána

Frakkar hafa fullvissað heimastjórn Palestínu um að frændi Jassers Arafats, sem er erindreki í heimastjórninni, fái sjúkraskrá Arafats frá sjúkrahúsinu sem hann dó í. Alls kyns sögusagnir ganga um dánarorsökina, svo sem að eitrað hafi verið fyrir Arafat, hann hafi verið með skorpulifur, alnæmi og jafnvel fleiri banvæna sjúkdóma. Málið er orðið vandræðalegt fyrir heimastjórnina sem vill nú birta dánarorsökina opinberlega.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×