Erlent

Þrýstir á Norður-Kóreu

George W. Bush Bandaríkjaforseti beindi spjótum sínum að Norður-Kóreu í gær þegar tveggja daga leiðtogafundur Asíu- og Kyrrahafsríkja hófst í Chile í gær. Bush hyggst fá leiðtogana til þess að standa með sér gegn kjarnorkuógn, sem hann segir stafa af bæði Norður-Kóreu og Íran. "Leiðtogar Norður-Kóreu fá að heyra okkur tala einum rómi," sagði Bush eftir að hafa rætt við Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans. Bandarísk stjórnvöld vonast til þess takast megi að fá Norður-Kóreumenn aftur til samninga um að falla frá öllum kjarnorkuáætlunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×