Góðir skór og vilji allt sem þarf 28. september 2004 00:01 Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson ætlar að fara alla leið til Minneapolis í Bandaríkjunum til að taka þátt í maraþonhlaupi. Það er þó ekki hvaða maraþonhlaup sem er því Twin City maraþonið er heimsfrægt og hefur verið kjörið fallegasta maraþon Bandaríkjanna. Hann hefur stundað útihlaup undanfarin tvö ár." Mér finnst hlaupin ákjósanlegur lífstíll. Þetta er góð leið til að halda sér í formi, kostar ekki mikið og er hægt að gera hvenær sem er, hvar sem er. Það eina sem þarf er góðir skór og viljinn til að skokka af stað. Ég hleyp til að geta borðað það sem ég vil og svo auðvitað til að halda mér í formi, því þetta er gott bæði fyrir sál og líkama. Mikið hugsað á löngum hlaupum. Ég hef hlaupið nokkuð stíft undanfarið til að æfa mig fyrir maraþonið en er nú farinn að slaka aðeins á til að safna kröftum fyrir stóra daginn. Það er fínt að hafa eitthvað markmið til að stefna að. Ég valdi Twin City maraþonið af ýmsum ástæðum. Það er á góðum tíma ársins, það er auðvelt að komast til Minneapolis því Flugleiðir fljúga beint og leiðin sem hlaupin er, er mjög falleg. Það er hlaupið um átta vötn og meðfram Mississippi ánni." Twin City maraþonið er kennt við tvíburaborgirnar Minneapolis og St. Paul og hefur verið hlaupið í rúm tuttugu ár. Árlega tekur mikill mannfjöldi þátt í því, þar á meðal fjöldi Íslendinga sem notar tækifærið og sameinar hlaupin og verslunarferðir. En Þorvaldur hefur fleiri ástæður til að fara í Twin City maraþonið."Ég á ættingja í Minneapolis og þetta byrjaði sem áskorun milli okkar frænda, en endar svo með því að við fljúgum nokkur út til að hlaupa" Þorvaldur hefur ekki tekið heilt maraþon áður en hefur hlaupið hálfmaraþon, bæði í Reykjavík og annars staðar. "Ég hlakka mikið til, og þá sérstaklega til að sjá hvort ég kemst í mark nær lífi en dauða." Twin City maraþonið er 3.október. Heilsa Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson ætlar að fara alla leið til Minneapolis í Bandaríkjunum til að taka þátt í maraþonhlaupi. Það er þó ekki hvaða maraþonhlaup sem er því Twin City maraþonið er heimsfrægt og hefur verið kjörið fallegasta maraþon Bandaríkjanna. Hann hefur stundað útihlaup undanfarin tvö ár." Mér finnst hlaupin ákjósanlegur lífstíll. Þetta er góð leið til að halda sér í formi, kostar ekki mikið og er hægt að gera hvenær sem er, hvar sem er. Það eina sem þarf er góðir skór og viljinn til að skokka af stað. Ég hleyp til að geta borðað það sem ég vil og svo auðvitað til að halda mér í formi, því þetta er gott bæði fyrir sál og líkama. Mikið hugsað á löngum hlaupum. Ég hef hlaupið nokkuð stíft undanfarið til að æfa mig fyrir maraþonið en er nú farinn að slaka aðeins á til að safna kröftum fyrir stóra daginn. Það er fínt að hafa eitthvað markmið til að stefna að. Ég valdi Twin City maraþonið af ýmsum ástæðum. Það er á góðum tíma ársins, það er auðvelt að komast til Minneapolis því Flugleiðir fljúga beint og leiðin sem hlaupin er, er mjög falleg. Það er hlaupið um átta vötn og meðfram Mississippi ánni." Twin City maraþonið er kennt við tvíburaborgirnar Minneapolis og St. Paul og hefur verið hlaupið í rúm tuttugu ár. Árlega tekur mikill mannfjöldi þátt í því, þar á meðal fjöldi Íslendinga sem notar tækifærið og sameinar hlaupin og verslunarferðir. En Þorvaldur hefur fleiri ástæður til að fara í Twin City maraþonið."Ég á ættingja í Minneapolis og þetta byrjaði sem áskorun milli okkar frænda, en endar svo með því að við fljúgum nokkur út til að hlaupa" Þorvaldur hefur ekki tekið heilt maraþon áður en hefur hlaupið hálfmaraþon, bæði í Reykjavík og annars staðar. "Ég hlakka mikið til, og þá sérstaklega til að sjá hvort ég kemst í mark nær lífi en dauða." Twin City maraþonið er 3.október.
Heilsa Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira