ADSL notkun hrundi 29. september 2004 00:01 Notkun á ADSL-neti Símans dróst saman um 50 til 60 prósent eftir að menn frá ríkislögreglustjóra lögðu hald á tölvur og tölvubúnað tólf einstaklinga í húsleitum í fimm lögregluumdæmum á þriðjudag. Allir tólf voru handteknir og þurftu tveir þeirra að gista fangageymslur um nóttina. Fólkið er grunað um að sækja og dreifa kvikmyndum, sjónvarpsþáttum, forritum, tónlist og tölvuleikjum í gegnum netið. Húsleitirnar voru gerðar hjá stjórnendum og stórdreifendum í hundrað manna hópi sem skipst hefur á efninu á netinu. Skiptin voru gerð í gegnum DC++ forritið sem gefur öllum í hópnum aðgang að efni sem vistað er í tölvum hvers annars. Helgi Magnús Gunnarsson, hjá ríkislögreglustjóra, segir þetta vera brot á höfundarréttarlögum. Höfundur einn hafi rétt á að gera eintök af sínu efni í upphaflegri eða breyttri mynd. Brot á lögunum geta varðað sektum eða allt að tveggja ára fangelsi. Lögreglan lagði hald á um ellefu þúsund gígabæt af efni sem eru fleiri þúsund kvikmynda og ógrynni af tónlist. "Ég er ekki viss um að til sé sambærilegt mál þar sem svona kerfi hefur verið tekið fyrir á Norðurlöndum," segir Helgi. Samtök höfundarréttasamtaka lögðu fram kæru í febrúar og síðan hefur embætti ríkislögreglustjóra unnið að undirbúningi þeirra aðgerðar sem gerð var á þriðjudag. "Þeir sem hafa verið handteknir og yfirheyrðir vita mismikið um kerfið og hina sem í hópnum eru. Við munum þurfa að yfirheyra þá áttatíu sem eftir eru. Þetta er refsivert og menn geta átt von á að við bönkum upp á," segir Helgi Magnús. Strax í fyrrakvöld þegar aðgerðir lögreglu stóðu enn yfir voru boð farin að berast á milli netnotenda um að eyða efni sem sótt hefur verið með þessum hætti. Síðum eins og deilir.is hefur verið lokað um óákveðinn tíma vegna aðgerða lögreglu. Á síðunni segir, " Við ætlumst til þess að notendur hagi málum sínum vel og samfara lögum líkt og þeir hafa gert hingað til." Fréttir Innlent Lög og regla Tækni Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Sjá meira
Notkun á ADSL-neti Símans dróst saman um 50 til 60 prósent eftir að menn frá ríkislögreglustjóra lögðu hald á tölvur og tölvubúnað tólf einstaklinga í húsleitum í fimm lögregluumdæmum á þriðjudag. Allir tólf voru handteknir og þurftu tveir þeirra að gista fangageymslur um nóttina. Fólkið er grunað um að sækja og dreifa kvikmyndum, sjónvarpsþáttum, forritum, tónlist og tölvuleikjum í gegnum netið. Húsleitirnar voru gerðar hjá stjórnendum og stórdreifendum í hundrað manna hópi sem skipst hefur á efninu á netinu. Skiptin voru gerð í gegnum DC++ forritið sem gefur öllum í hópnum aðgang að efni sem vistað er í tölvum hvers annars. Helgi Magnús Gunnarsson, hjá ríkislögreglustjóra, segir þetta vera brot á höfundarréttarlögum. Höfundur einn hafi rétt á að gera eintök af sínu efni í upphaflegri eða breyttri mynd. Brot á lögunum geta varðað sektum eða allt að tveggja ára fangelsi. Lögreglan lagði hald á um ellefu þúsund gígabæt af efni sem eru fleiri þúsund kvikmynda og ógrynni af tónlist. "Ég er ekki viss um að til sé sambærilegt mál þar sem svona kerfi hefur verið tekið fyrir á Norðurlöndum," segir Helgi. Samtök höfundarréttasamtaka lögðu fram kæru í febrúar og síðan hefur embætti ríkislögreglustjóra unnið að undirbúningi þeirra aðgerðar sem gerð var á þriðjudag. "Þeir sem hafa verið handteknir og yfirheyrðir vita mismikið um kerfið og hina sem í hópnum eru. Við munum þurfa að yfirheyra þá áttatíu sem eftir eru. Þetta er refsivert og menn geta átt von á að við bönkum upp á," segir Helgi Magnús. Strax í fyrrakvöld þegar aðgerðir lögreglu stóðu enn yfir voru boð farin að berast á milli netnotenda um að eyða efni sem sótt hefur verið með þessum hætti. Síðum eins og deilir.is hefur verið lokað um óákveðinn tíma vegna aðgerða lögreglu. Á síðunni segir, " Við ætlumst til þess að notendur hagi málum sínum vel og samfara lögum líkt og þeir hafa gert hingað til."
Fréttir Innlent Lög og regla Tækni Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Sjá meira